Orgelsumar- Spilmenn Ríkínís

Á fjórðu tónleikum Orgelsumarsins í ár, laugardaginn 24. júlí, koma Spilamenn Ríkínís fram. Spilmenn Ríkínís hafa leikið og sungið saman í rúm 14 ár. Meðlimir hópsins eru fjögurra manna fjölskylda úr Vesturbæ Reykjavíkur. Fyrstu árin söng og lék Sigursveinn Magnússon með hópnum en hann hefur nú dregið sig í hlé. Spilmenn Ríkínís hafa komið fram á… More Orgelsumar- Spilmenn Ríkínís

Starf kórstjóra auglýst

Hallgrímskirkja í Reykjavík auglýsir eftir kórstjóra í 50% starf. Krafist er háskólamenntunar í kirkjutónlist eða kórstjórn auk reynslu af kórstjórn. Aðalverkefni kórstjórans er að byggja upp og stjórna nýjum KÓR HALLGÍMSKIRKJU. Kórstjórinn vinnur í nánu samstarfi við organista og presta kirkjunnar og tekur virkan þátt í helgihaldi og tónlistarlífi safnaðarins. Mikil áhersla er lögð á… More Starf kórstjóra auglýst

Tónar og íhugun á Uppstigningardegi í Hallgrímskirkju

Á Uppstigningardag kl. 11.00 verður orgelandakt í Hallgrímskirkju. Björn Steinar Sólbergsson organisti leikur þætti úr L´Ascension eða Uppstigningunni eftir franska tónskáldið Olivier Messiaen.   Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir leiðir stundina og hugleiðir guðspjall dagsins. Tónarnir tjá hið ósegjanlega er oft sagt.  Sannarlega á það við um tónmál  Messiaen þar sem hann túlkar í verki sínu það… More Tónar og íhugun á Uppstigningardegi í Hallgrímskirkju

Hvað meinti hann?

Á fræðslusamverum í Hallgrímskirkju í mars var rætt um erindi Passíusálma Hallgríms Péturssonar, uppbyggingu þeirra, tilgang, listfengi, barokk, málfar og ást. Guðríður Símonardóttir, kona skáldsins, kom líka við sögu. Þrjár hljóðskrár urðu til í þessum samverum og hafa verið birtar á kirkjuvarpi þjóðkirkjunnar. Rætt er við Steinunni B. Jóhannesdóttur, dr. Margréti Eggertsdóttur og að auki… More Hvað meinti hann?

Steinunn er Passíusálmalesari 30. mars

Steinunn B. Jóhannesdóttir hefur skrifað frábærar bækur, ritgerðir og greinar um Hallgrím Pétursson og Guðríði Símonardóttur. Hún gerþekkir sálma Hallgríms og þessa föstu les hún Passíusálmana í Ríkisútvarpinu, rás 1. Og flesta mánudaga og þriðjudaga hefur hún lesið passíusálm í Hallgrímskirkju kl. 12 á hádegi. Þriðjudaginn 30. mars les hún passíusálm í síðasta sinn þetta… More Steinunn er Passíusálmalesari 30. mars

Passíusálmar kl. 12

Í hádeginu, mánudag til fimmtudags, verða síðustu fjórir passíusálmarnir lesnir. Mánudag og þriðjudag les Steinunn B. Jóhannesdóttir. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir les á miðvikudegi og á skírdegi les Axel Gunnarsson. Björn Steinar Sólbergsson leikur á orgelið á undan og eftir passíuálmalestrunum. Hallgrímskirkja er opin alla daga frá kl. 11 – 14. Verið velkomin.