Æði og innræti

Að tapa í vítaspyrnukeppni er hluti af fótbolta – en kynþáttaníð er það ekki. Evrópukeppninni í knattspyrnu lauk um síðustu helgi. Hundruð milljóna fylgdust með og horfðu á útsendingar. Margt var eftirminnilegt. Mörg lið spiluðu stórkostlegan bolta og gæði keppninnar voru mikil. Besta Evrópukeppnin til þessa, líka betri en 2016 þegar Íslendingar tóku þátt. Margir… More Æði og innræti

No problem

Ekkert prestsverk er skemmtilegra en að skíra börnin. Það er svo undursamlegt að horfa í augu þeirra, ausa þau vatni og sjá viðbrögðin, finna fyrir straumi umhyggju, gleði og ást foreldra og vina. Vatnið glitrar í fontinum, tárin í augnakrókum fólksins og droparnir eru fagrir á hári barnanna. Í skírninni verða skírnarþegarnir meira en fólk… More No problem

Bandaríkin, Ísland, Guðsríkið

Í dag höldum við hátíð í Hallgrímskirkju. Við göngum að borði Drottins. Fyrsta altarisgangan eftir meira en árshlé, raunar hlé í nærri sextán mánuði. Svo er líka þjóðhátíðardagur vinaþjóðar okkar vestan hafs. Textar messunnar varða guðsríkið. Íhugunarefni dagsins eru gildi, menning Íslands, Bandaríkjanna og Guðsríkisins. Það er merkileg þrenna. Öll jarðnesk ríki þarfnast heilbrigðrar gunnfestu… More Bandaríkin, Ísland, Guðsríkið

Bjössi og samherjar lífsins

Þegar ég ólst upp á Grímstaðaholtinu var á vorin mikið fjör við Þormóðsstaðafjöruna við Ægisíðu. Þar voru bátar grásleppukarlanna. Björn Guðjónsson var kóngurinn á svæðinu. Íbúar í Vesturbænum könnuðust við Bjössa og allir krakkar á Grímsstaðaholtinu þekktu hann. Við, smáfólkið, sóttum í fjölbreytilegt lífið við ströndina, skoðuðum kuðunga og iðandi fjörulífverur og veiddum fisk. Stundum… More Bjössi og samherjar lífsins

Að þora er hugrekki

Prédikun Grétars Einarssonar 2. í hvítasunnu 2021. „Kom, andi Guðs, ástarbrú, með æðstri náð uppfylli þú hvert lifandi hjarta, hug og geð, og heita ástsemd kveik þeim með.“[i] Hvítasunna, hátíð birtu og úthellingu kærleiksanda, anda umsköpunar og endurnýjunar og þannig andi breytinga. Sólin hlýjar í skjólinu þó vindurinn sé kaldur, allt grænkar þó hægt fari.… More Að þora er hugrekki

Músík sálarinnar

Á kirkjuhurð Hallgrímskirkju standa orðin: „Komið til mín.“ Ávarpið er persónulegt. Það er Jesús sem segir. „Komið til mín.“ Hann er uppspretta lífs, heimsljós, vinur og verndari sem talar. „Komið til mín“ eru hvatningarorð hans til allra manna og fyrirheit um tengsl. Yfir dyrunum er vers Hallgríms Péturssonar úr 24. Passíusálmi og með fagurri stafagerð… More Músík sálarinnar