Kærleikur eða kerfi

sunnudagur eftir trinitatis: Þriðja lestraröð Lexía: 1Sam 20.35-43 Morguninn eftir gekk Jónatan út á vellina eins og þeir Davíð höfðu ákveðið og hafði ungan dreng með sér. Hann sagði við drenginn: „Farðu og finndu örvarnar sem ég skýt.“ Drengurinn hljóp af stað og hann skaut ör fram hjá honum. Þegar drengurinn kom þangað sem Jónatan… More Kærleikur eða kerfi

Allt hefur sinn tíma

Prédikun séra Eiríks Jóhannssonar sunnudaginn 26. september sunnudagur eftir trinitatis Litur: Grænn. Þriðja lestraröð Lexía: Préd 3.1-13 Öllu er afmörkuð stund og sérhver hlutur undir himninum hefur sinn tíma. Að fæðast hefur sinn tíma og að deyja hefur sinn tíma, að gróðursetja hefur sinn tíma og að rífa upp hið gróðursetta hefur sinn tíma, að… More Allt hefur sinn tíma

Lasarusar heimsins

Dostojevsky fjallaði um Lasarus, líka Herman Melville í Moby Dick. T.S. Eliot ljóðaði um hann. Meira að segja David Bowie notaði stefið um Lasarus í söng sem hann flutti skömmu fyrir dauða sinn. Hvað er með þennan Lasarus? Af hverju er hann eins og trailer um Jesú Krist og af hverju er áhrifasaga hans svo… More Lasarusar heimsins

Fegurst í heimi

Smekkur Guðs! Og hvað er fallegt? Frá sjónarhóli Guðs er fegurðin meira en bara ásýndarmál. Við þurfum að temja okkur trúarsnúning til að skerpa smekk, augu, skynjun, tengsl og túlkun. Hver er smekkur Guðs? Sigurður Árni ræddi um fegurð, smekk og Guðsafstöðu á aðalfundardegi Hallgrímssafnaðar 5. september. Íhugunin er að baki þessari smellu.

Skylduáhorf og sjónlist lífsins

Sjón er ekki sjálgefin og við sjáum með mismunandi hætti. Eru must-see-staðirnir aðalmálið? Er vert að sjá menn með öðrum hætti, fegurð þeirra og náttúrunnar? Í trú fáum við nýja sýn og förum að sjá fleira en áður. Guðssjón er kraftaverk lífs. Í hugleiðingu dagsins, sem er að baki þessari smellu, íhugaði Sigurður Árni sjón, áhorf,… More Skylduáhorf og sjónlist lífsins

Æði og innræti

Að tapa í vítaspyrnukeppni er hluti af fótbolta – en kynþáttaníð er það ekki. Evrópukeppninni í knattspyrnu lauk um síðustu helgi. Hundruð milljóna fylgdust með og horfðu á útsendingar. Margt var eftirminnilegt. Mörg lið spiluðu stórkostlegan bolta og gæði keppninnar voru mikil. Besta Evrópukeppnin til þessa, líka betri en 2016 þegar Íslendingar tóku þátt. Margir… More Æði og innræti