Bjössi og samherjar lífsins

Þegar ég ólst upp á Grímstaðaholtinu var á vorin mikið fjör við Þormóðsstaðafjöruna við Ægisíðu. Þar voru bátar grásleppukarlanna. Björn Guðjónsson var kóngurinn á svæðinu. Íbúar í Vesturbænum könnuðust við Bjössa og allir krakkar á Grímsstaðaholtinu þekktu hann. Við, smáfólkið, sóttum í fjölbreytilegt lífið við ströndina, skoðuðum kuðunga og iðandi fjörulífverur og veiddum fisk. Stundum… More Bjössi og samherjar lífsins

Að þora er hugrekki

Prédikun Grétars Einarssonar 2. í hvítasunnu 2021. „Kom, andi Guðs, ástarbrú, með æðstri náð uppfylli þú hvert lifandi hjarta, hug og geð, og heita ástsemd kveik þeim með.“[i] Hvítasunna, hátíð birtu og úthellingu kærleiksanda, anda umsköpunar og endurnýjunar og þannig andi breytinga. Sólin hlýjar í skjólinu þó vindurinn sé kaldur, allt grænkar þó hægt fari.… More Að þora er hugrekki

Músík sálarinnar

Á kirkjuhurð Hallgrímskirkju standa orðin: „Komið til mín.“ Ávarpið er persónulegt. Það er Jesús sem segir. „Komið til mín.“ Hann er uppspretta lífs, heimsljós, vinur og verndari sem talar. „Komið til mín“ eru hvatningarorð hans til allra manna og fyrirheit um tengsl. Yfir dyrunum er vers Hallgríms Péturssonar úr 24. Passíusálmi og með fagurri stafagerð… More Músík sálarinnar

Júlía og jurtirnar

Í dag mun ég skíra stúlku sem býr í húsinu í grænmetisgarðinum hennar mömmu við Tómasarhaga í Reykjavík. Garðurinn var gróðurvin hverfisins frá miðri tuttugustu öld og frægur fyrir gæðakál, ofurrófur og gulrætur sem krakkarnir í nágrenninu laumuðust í. Mamma skammaðist ekki yfir rófnastuldi heldur taldi þvert á móti mikilvægt að koma vítamíni í ungviðið.… More Júlía og jurtirnar

Hjörð og hirðir

Árstíð vorsins, sætsúr þefur úr varnarlausri jörðinni.  Ekkert sem skýlir nekt hennar þar til grasið fer að grænka og hylja, tré að laufgast og sólin að ylja.   Í vorinu heyrist brátt skríkjandi fuglasöngur og tímans tákn er lamb sem lítur dagsins ljós, ótal líf í heiminn borinn og okkur þykir þetta allt svo merkilegt –… More Hjörð og hirðir

EXIT

Ég var sjö ára gamall. Vorið var komið og börnin í götunni voru úti. Það var fjör á Tómasarhaganum. Eldri strákar, sem ég þekkti, komu og vildu sýna okkur krökkunum inn í bílskúr við götuna. Það var galsi í hópnum og ævintýraleiðangur hófst. Strákarnir opnuðu skott á bíl sem þar var og einn úr hópnum sneri… More EXIT