EXIT

Ég var sjö ára gamall. Vorið var komið og börnin í götunni voru úti. Það var fjör á Tómasarhaganum. Eldri strákar, sem ég þekkti, komu og vildu sýna okkur krökkunum inn í bílskúr við götuna. Það var galsi í hópnum og ævintýraleiðangur hófst. Strákarnir opnuðu skott á bíl sem þar var og einn úr hópnum sneri… More EXIT

Ástarsaga

„Það er gott að elska“ söng þjóðpopparinn Bubbi. „All you need is love“ sungu Bítlarnir. „Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi“ söng Páll postuli. Ástin er alls staðar og margvísleg. Ást til maka, barna, foreldra, eigin sjálfs og náttúrunnar. En hvað um Guð? Hallgrímur Pétursson var ofurpoppari þjóðarinnar, ekki bara í nokkur ár heldur um aldir.… More Ástarsaga

Hallgrímskirkjupálminn

„Af hverju er tré í kirkjunni?“ Barnsleg spurningin var skemmtileg. Ég mundi líka að ég spurði mömmu sömu spurningar þegar ég var í guðsþjónustu í Hallgrímskirkju á sjötta áratug síðustu aldar. Stórar pálmagreinar blöstu við okkur. Mamma sagði mér að þetta væri pálmi sem vinafólk hennar hefði gefið. Pálmar væru merkileg tré og það væri… More Hallgrímskirkjupálminn

Brauðið dýra og okkar brauð

Faðir minn var bókamaður og aðdáandi Halldórs Guðjónssonar frá Laxnesi. Hann hafði einfaldan smekk í jólagjafamálum sem létti líf okkar fjölskyldunnar. Hann óskaði sér alltaf bókar eftir Laxnes. Jóladagana sat hann svo glottandi og kumrandi yfir kúnstugum sögum frá stílmeistaranum og orðhaganum í Gljúfrasteini. Ein jólin fékk hann Innansveitarkrónikuna sem lá lengi á borðinu við… More Brauðið dýra og okkar brauð

Hvaða brauð – fyrir hvern?

Guðsþjónusta og sunnudagaskóli 14. mars 2021 kl. 11. Fjórði sunnudagur í föstu er brauðsunnudagur. Í kirkjum er veisluborð í miðju. Textar dagsins varða brauðið á því borði og tjá lífhugsun kristninnar, áherslumál Jesú og þar með lífsafstöðu trúmannsins. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða. Organisti Steinar Logi Helgason. Félagar í Mótettukór Hallgrímskirkju syngja.… More Hvaða brauð – fyrir hvern?

150, sóttvarnir og helgihald

Eftir 7. febrúar 2021 mega allt að 150 manns vera í helgiathöfnum í kirkjum landsins. Helgiathafnir eru ma.a. guðsþjónustur, helgistundir, útfarir og fermingar. Grímuskylda skal virt og nálægðartakmörk. Reglugerðina má nálgast að baki þessari smellu og hún gildir til 3. mars nema annað verði ákveðið. Til að skýra hverjar reglurnar eru og viðmiðin fyrir Hallgrímskirkju… More 150, sóttvarnir og helgihald