Aðalfundur Kvenfélags Hallgrímskirkju

  Aðalfundur Kvenfélags Hallgrímskirkju verður haldinn fimmtudaginn 1. júní kl. 18.00 í hliðarsal kirkjunnar.   Venjuleg aðalfundarstörf.   Að fundi lokni verður þeim sem vilja boðið að koma yfir í Austurbæjarskóla til að skoða safn Hollvinafélags Austurbæjarskóla. Athugið að safnið er uppi í risi skólans og það er ekki lyfta í húsinu. Hlökkum til að… More Aðalfundur Kvenfélags Hallgrímskirkju

Ensk messa 28. maí kl. 14 / English service 28th May at 2 pm

English below: Ensk messa kl. 14. Sr. Bjarni Þór Bjarnason prédikar og þjónar fyrir altari. Organisti er Hörður Áskelsson. Í messunni verður tendrað ljós til að minnast fórnarlamba voðaverkanna í Manchester. Kaffisopi eftir messu. Verið velkomin. __________________________________________________ English service with holy communion at 2 pm. Rev. Bjarni Þór Bjarnason is celebrant and preacher. Organist is Hörður… More Ensk messa 28. maí kl. 14 / English service 28th May at 2 pm

Fjölskyldumessa og sumarhátíð barnanna 28. maí kl. 11

Prestur er sr. Birgir Ásgeirsson og með honum þjónar Inga Harðardóttir æskulýðsfulltrúi. Messuþjónar aðstoða. Barna -og unglingakór Hallgrímskirkju syngur undir stjórn Ásu Valgerðar Sigurðardóttur. Organisti er Hörður Áskelsson. Eftir messu verða grillaðar pylsur, blásið upp hoppukastala, boðið upp á andlitsmálningu og kandífloss ofl. í suðursalnum. Einnig mun sænski kórinn Katarina Kammerkör vera með opna tónleika… More Fjölskyldumessa og sumarhátíð barnanna 28. maí kl. 11

Kammerkórinn Schola cantorum með opna tónleika á uppstigningardag kl. 17

Kammerkórinn Schola cantorum býður frítt á tónleika! 25. maí, Hallgrímskirkja klukkan 17:00. Allir velkomnir. Hugarró, íhugun og mátturinn í músíkinni. Þessi orð eiga vel við tónlistina sem prýðir Meditatio, plötu Schola cantorum, sem kom út hjá BIS s.l. sumar. Gagnrýnendur um allan heim hafa lofað Meditatio bæði hvað varðar söng og efnisval og kórinn mun… More Kammerkórinn Schola cantorum með opna tónleika á uppstigningardag kl. 17

Messa á Uppstigningardag og vorferð Hallgrímskirkju

Næstkomandi fimmtudag, Uppstigningardag kl. 11 er messa í Hallgrímskirkju. Sr. Birgir Ásgeirsson þjónar fyrir altari og Karen Hjartardóttir guðfræðinemi prédikar. Messuþjónar aðstoða. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Organsti er Hörður Áskelsson. Eftir messu verður farið í ævintýralega og skemmtilega vorferð. Farið verður með rútu austur fyrir fjall. Nánari upplýsingar í mynd fyrir neðan. Minni á skráningu… More Messa á Uppstigningardag og vorferð Hallgrímskirkju

Árdegismessur í allt sumar!

Árdegismessurnar verða í allt sumar á miðvikudögum kl. 8 í Hallgrímskirkju. Frábært tækifæri til þess að hefja daginn í góðu samfélagi í sumarskapi. Sr. Birgir Ásgeirsson leiðir ásamt messuþjónum. Morgunverður eftir messu. Verið hjartanlega velkomin.

Fyrirbænamessa í kórkjallara

Þriðjudaginn 23. maí kl. 10.30 – 11.00 er fyrirbænamessa í kórkjallaranum. Sr. Birgir Ásgeirsson leiðir stundina. Hægt er að senda inn fyrirbænir með því að hringja á kirkjuna s: 510 1000 milli kl. 9-17. Kaffisopi eftir stundina.

Hádegisbæn

Á mánudögum er hádegisbæn kl. 12.15 – 12.30 sem Sigrún Ásgeirsdóttir leiðir. Stundin er hjá Maríumyndinni inn í kirkjunni. Opið öllum, verið velkomin.

Messa og barnastarf

Messa og barnastarf 21. maí 2017 kl. 11.00 Fimmti sunnudagur eftir páska. Hinn almenni bænadagur. Sr. Irma Sjöfn Óskardóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Umsjón með barnastarfinu hafa Inga Harðardóttir, Sunna Karen Einarsdóttir og Karítas Hrundar Pálsdóttir. Ritningarlestrar: Slm 121, Róm 8.24-27. Guðspjall: Lúk… More Messa og barnastarf