Messa kl. 11.00 sunnudaginn 12. júlí

Sunnudaginn 12. júlí er messa kl. 11.00. Irma Sjöfn Óskarsdóttir þjónar fyrir altari ásamt messuþjónum.  Organisti er Tómas Guðni Eggertsson og félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju leiða safnaðarsöng og flytja tónlist. Prédikunarefni dagsins og guðspjall er frásagan af Jesú sem hittir fiskimennina Símon Pétur og félaga hans, bræðurna Jakob og Jóhannes á strönd Genesaretvatnsins.  Þeir eru… More Messa kl. 11.00 sunnudaginn 12. júlí

Kári Þormar leikur á þriðju tónleikum ORGELSUMARS 2020 fimmtudaginn 9. júlí kl. 12.30

Listvinafélag Hallgrímskirkju stendur fyrir hádegistónleikum með íslenskum organistum alla fimmtudaga í sumar frá 25. júní – 20. ágúst undir heitinu ORGELSUMAR Í HALLGRÍMSKIRKJU 2020 , en vegna heimsfaraldursins varð að fresta Alþjóðlegu Orgelsumri 2020 í Hallgrímskirkju. Íslenskir organistar munu sjá til þess að Klais-orgel Hallgrímskirkju þagni þó ekki og á tónleikum sumarsins gefst áheyrendum kostur á að heyra… More Kári Þormar leikur á þriðju tónleikum ORGELSUMARS 2020 fimmtudaginn 9. júlí kl. 12.30

Mikill samdráttur í rekstri Hallgrímskirkju

Fjárhagsleg innkoma og starfsemi Hallgrímskirkju hefur á undanförnum árum byggst að mestu leyti á tekjum af ferðamönnum sem heimsótt hafa kirkjuna. Í kjölfar COVID-19 faraldursins hefur sú innkoma hrunið og óvíst hvenær úr rætist. Við þessar aðstæður hefur kirkjunni verið óhjákvæmilegt að ráðast í niðurskurð útgjalda, frestun framkvæmda, uppsagnir starfsfólks og breytingar á starfskjörum sem… More Mikill samdráttur í rekstri Hallgrímskirkju

Orgelsumar í Hallgrímskirkju 2. júlí kl. 12.30

Erla Rut Káradóttir leikur á öðrum tónleikum Orgelsumars 2020 fimmtudaginn 2. júlí kl. 12.30 Listvinafélag Hallgrímskirkju stendur fyrir hádegistónleikum með íslenskum organistum alla fimmtudaga í sumar frá 25. júní – 20. ágúst undir heitinu Orgelsumar í Hallgrímskirkju 2020 , en vegna heimsfaraldursins varð að fresta Alþjóðlegu Orgelsumri 2020 í Hallgrímskirkju. Íslenskir organistar munu sjá til… More Orgelsumar í Hallgrímskirkju 2. júlí kl. 12.30

Hádegismessur á miðvikudögum

    Miðvikudagsmessurnar hefjast aftur á morgun eftir hlé. Nú verða þær á nýjum tíma, í hádeginu og hefjast klukkan 12. Á morgun, miðvikudaginn 1. júlí, mun sr. Irma Sjöfn þjóna og Kristný Rós Gústafsdóttir flytja hugvekju. Kaffisopi í Suðursal eftir messu. Verið velkomin

Sigurbjörn Einarsson 109

Sigurbjörn Einarsson var fyrsti prestur Hallgrímsprestakalls. Hann fæddist 30. júní 1911 og í dag eru 109 ár frá fæðingu hans. Hann lagði mikið til þjóðar sinnar, m.a. með prédikun í Hallgrímskirkju. Prédikunarstóll kirkjunnar er gjöf Sigurbjörns, vina hans og fjölskyldu. Á þessum degi 109 ára afmælis er fjallað um prédikarann Sigurbjörn Einarsson og ræðugerð hans.… More Sigurbjörn Einarsson 109

Sunnudagurinn 28. júní í Hallgrímskirkju

Messa klukkan 11. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða. Organisti er Kjartan Jósefsson Ognibene. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Kaffisopi í Suðursal eftir messu. Messa á ensku klukkan 14. Sr. Bjarni Þór Bjarnason prédikar og þjónar fyrir altari. Kaffisopi í Suðursal eftir messu.

Hádegisbænir kl. 12 miðvikudaga, fimmtudaga og föstudaga

Hádegisbænir eru í Hallgrímskirkju kl. 12 alla miðvikudaga, fimmtudaga og föstudaga. Þetta eru kyrrðar- og bænastundir sem prestar, djákni og starfsfólk kirkjunnar sjá um. Miðvikudaginn 24. júní sér Kristný Ósk Gústafsdóttir um stundina en Sigurður Árni Þórðarson sér um fimmtudags- og föstudagssamverurnar. Hádegisbænir hefjast eftir klukknahringingu kl. 12 og lýkur um 12,15. Verið velkomin í… More Hádegisbænir kl. 12 miðvikudaga, fimmtudaga og föstudaga