Tónleikar og tilboð í turninn

Um sólarlagsbil Tónleikar og turn í Hallgrímskirkju Kammersönghópurinn Schola cantorum flytur áhrifarík kórverk í Hallgrímskirkju að aðfararkvöldi Jónsmessunætur þann 23. júní, kl 21:00. Á tónleikunum hljóma verk sem leiða áhorfendur í hljóðheim slökunar og núvitundar. Segja má að ljósið ríki í þessum verkum sem er viðeigandi á bjartasta tíma ársins, sumarsólstöðum. Hljómburður kirkjunnar er einstakur… More Tónleikar og tilboð í turninn

Messa sunnudaginn 21. júní kl. 11

2. sunnudagur eftir þrenningarhátíð Messa í Hallgrímskirkju kl. 11. Sr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og talar um samkvæmi og veisluklúður. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða. Organisti er Lára Bryndís Eggertsdóttir. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Messukaffi í Suðursal að lokinni messu. Allir velkomnir. Hallgrímskirkja

Bænastund, tónleikar, ratleikur og tilboð í turninn

  Hallgrímskirkja er opin kl. 12-18 á þjóðhátíðardaginn, 17. júní. Kl. 12 mun sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir leiða bænastund og Björn Steinar Sólbergsson leikur á orgelið. Borgarblómin munu flytja sígildar dægurperlur kl. 15. Tónlistarhópurinn samanstendur af þremur klassískum tónlistarkonum, Mörtu Friðriksdóttur sópran, Ólínu Ákadóttur píanóleikara og Þórhildi Steinunni Kristinsdóttur mezzo-sópran. Borgarblómin eru hluti af listhópum… More Bænastund, tónleikar, ratleikur og tilboð í turninn

Auður eða áhrifavaldur

Saga Jesú um Lasarus er áhrifarík og varðar okkur öll, líka heimsmál, náttúru og pólitík. Prédikun Sigurðar Árna 14. júní er hér á eftir: Hvað er að vera ríkur? Hvenær hefur maður nóg? Finnst ríkum hann eða hún einhvern tíma hafa nóg? Og svo er það spurningin um hvað er alvöru auður og hvað ekki?… More Auður eða áhrifavaldur

Hroki eða helvíti og slatti af peningum

Guðsþjónusta sunnudaginn 14. júní kl. 11. Prestur Sigurður Árni Þórðarson. Organisti Björn Steinar Sólbergsson. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Messuþjónar þennan sunnudag verða Birna Gunnarsdóttir, Stefán Jóhannsson, Hjördís Jensdóttir, Helga Kristín Diep, Sesselja Jónsdóttir og Sigrún Ásgeirsdóttir. Í prédikun verður snilldarsaga Jesú um ríka manninn og Lasarus íhuguð. Var fátækt það sem Jesús boðaði eða var… More Hroki eða helvíti og slatti af peningum

SDG

Víkingur Heiðar Ólafsson kom inn í himinbjarta Hallgrímskirkju í gær. Skömmu síðar kom hópur flóttamanna í forkirkjuna. Ragnar Kjartansson, myndlistarmaður og sjálfboðaliði, var leiðsögumaður hóps á vegum Rauða krossins. Ragnar hafði farið með þessum karlahóp í óvissuferð um miðbæinn. Þeir vissu ekki að Hallgrímskirkja var einn áfanginn. Við, prestar og kirkjuverðir, vorum búin að tryggja… More SDG

Hvítasunnan í Hallgrímskirkju

Hátíðarguðsþjónusta á hvítasunnudag kl. 11.00 Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Sigurði Árna Þórðarsyni. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson og Mótettukór Hallgrímskirkju syngur Kórstjóri er Hörður Áskelsson. Messuþjónar lesa lestra. Barnastarf í umsjón Kristnýjar Rósar Gústafsdóttur. Messukaffi í Suðursal að guðsþjónustu lokinni.   Guðsþjónusta á annan í hvítasunnu kl. 11.00… More Hvítasunnan í Hallgrímskirkju

Tveir metrar – minna eða meira?

Íslenskur almenningur er opinn fyrir að túlka reynslu í náttúrunni sem merkingarbæra, trúarlega reynslu. Fólk segir stundum við okkur prestana að það hafi farið í náttúrukirkjuna. Fundið fyrir Guði í grjóti og titrandi, tárvotum smáblómum háfjallanna. Sem sé Guð sé í gaddavírnum og klettakirkjum rétt eins og í kirkjuhúsunum. Prédikun Sigurðar Árna 24. maí er… More Tveir metrar – minna eða meira?

Guðsþjónusta, barnastarf og aðalfundur

Guðþjónusta og barnastarf verða í Hallgrímskirkju kl. 11. Prestar Sigurður Árni Þórðarson og Irma Sjöfn Óskarsdóttir. Organisti Björn Steinar Sólbergsson. Félagar í Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Messuþjónar aðstoða. Barnastarfið verður í kórkjallara. Stjórnendur: Ragnheiður Bjarnadóttir og Kristný Rós Gústafsdóttir. Aðalfundur Hallgrímskirkju verður haldinn í Suðursal að guðsþjónustu lokinni.