Helgihald

Brauð í messu.
Brauð í messu.

Fræðsla á sunnudögum

Hallgrímskirkja hefur í meira en tvo áratugi efnt – að vetrarlagi – til fræðslusamvera á sunnudögum.

Árdegismessa á miðvikudögum

Alla miðvikudaga kl. 8 er haldin árdegismessa í Hallgrímskirkju. Messan er frábær leið til þess að hefja daginn í góðu samfélagi og er vel tekið á móti öllum. Verið hjartanlega velkomin. 

Kyrrðarstundir á fimmtudögum

Í erli dagsins er gott að staldra við, hvíla og kyrra huga, hlusta á orgeltónlist, íhugun og biðja. Kyrrðarstundir eru alla fimmtudaga, kl. 12-12.30 frá því í september og til maíloka. Á eftir er hægt að fá súpu í Suðursal í kirkjunnar. 

Foreldramorgnar

Alla miðvikudagsmorgna ársins, líka yfir sumartímann, eru foreldramorgnar í kórkjallara Hallgrímskirkju kl. 10-12. Þessar samverur eru fyrir foreldra og börn þeirra og henta þeim sem eru í fæðingarorlofi eða eru heimavinnandi. Tilgangurinn er að efla félagsleg tengsl foreldra og barna þeirra í Hallgrímssókn. Boðið er upp á hressingu. Umsjón með foreldramorgnum hefur Inga Harðardóttir guðfræðingur og æskulýðsfulltrúi Hallgrímskirkju.

Messuhópar – messuþjónar

Í Hallgrímskirkju eru starfandi fimm hópar messuþjóna. Hlutverk messuhópa er að þjóna við messur í kirkjunni. Messuþjónar taka á móti fólki sem kemur til messu, bera ljós og krossa, lesa lexíu og pistil, safna framlögum til hjálpar- eða listastarfs, biðja kirkjubæn og aðstoða við útdeilingu altarissakramentis. Ef þú hefur löngum til að taka þátt í starfi messuhóps er ráð að tala við presta kirkjunnar.

Eldri borgarar

Á þriðjudögum kl. 10:30 til 12 eru samverur fyrir eldri borgara í kórkjallara Hallgrímskirkju.

Biblíumatur

Hvað borðaði Jesús og hvaða matur var borin fyrir Salómon konung? Biblíumatur var fjölbreytilegur og nútímaheilsufæði er að mestu hið sama og fæði Biblíuhetjanna.

Fastað í Hallgrímskirkju

Föstur eru á dagskrá kirkjunnar og tilgangurinn er að efla heilbrigði fólks til sálar og líkama.

Viltu fræðast um kristna trú?

Fræðslunámskeið um kristna trú eru á dagskrá kirkjunnar.

Kvenfélag Hallgrímsskirkju

Félagið var stofnað 8. mars 1942. Það voru miklar hugsjónakonur sem stóðu að stofnun þess en markmiðið var að safna fyrir búnaði í verðandi kirkju. Félagið hefur gefið stórar upphæðir til uppbyggingu kirkjunnar.

Hefur þú áhuga á að taka þátt? Hafðu samband við formann kvenfélags Hallgrímskirkju, Guðrúnu Guðlaugsdóttur. Aðrar í stjórn eru Ása Guðjónsdóttir, Bára Guðmannsdóttir, Dagný Magnúsdóttir, Sesselja Jónsdóttir, Ásthildur Brynjólfsdóttir og Björg Jónsdóttir.