Elín Sigrún: Erfðaréttur og ástin

Ástin - ógnir og tækifæri

„Það er gott að elska“ söng þjóðpopparinn Bubbi. „All you need is love“ sungu Bítlarnir. „Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi“ söng Páll postuli. Ástin er margvísleg, ást til maka, barna, foreldra, eigin sjálfs og náttúrunnar. Ást syngur í lífsgleði en líka í sorg. Í hádeginu á þriðjudögum í Hallgrímskirkju verður rætt um ástina í fjölskyldum, ógnir og tækifæri. Samverurnar verða kl. 12.10-13:00 í Suðursal kirkjunnar. Dagskrá á vegum Hallgrímskirkju og prestar kirkjunnar stýra samverunum.

27. september - Erfðaréttur og ástin

Elín Sigrún Jónsdóttir, lögmaður og eigandi ráðgjafafyrirtækisins Búum vel, þjónar fólki við að greina tækifæri og taka skref til aukinna lífsgæða með því að selja og kaupa fasteignir, gera kaupmála og erfðaskrár. Ástin á ekki vera blind á peninga!

4. október - Ástin, ógnir og tækifæri

Opið samtal. Fyrirlesarar ræða um ástina og fjölskyldulífið. Samtalið verður það opið að fundarmenn geta tekið til máls og sagt sögur.