Er hægt að trúa sögum Biblíunnar?

Messa og sunnudagaskóli kl. 11. Annar sunnudagur í níu vikna föstu. Biblíudagurinn. Prestur Sigurður Árni Þórðarson. Messuþjónar aðstoða. Félagar í Kór Hallgrímskirkju syngja. Organisti Steinar Logi Helgason. Barnastarfið er í umsjá Kristnýjar Rósar, Ragnheiðar, Rósu og Maríu Elísabetar.

Á Biblíudegi verða hlutverk Biblíunnar íhuguð. Hvert er hlutverk hennar og sagna hennar og hver eru alls ekki hlutverk hennar?

Forspil: Von Gott will ich nicht lassen, BuxWV 220 - Dieterich Buxtehude

Inngöngusálmur: 90 - Guðs orð er ljós

Dýrðarsöngur: 265 - Þig lofar, faðir, líf og önd

Lofgjörðarvers: 280 - Við heyrum Guðs heilaga orð

Guðspjallssálmur: 80b - Góðan ávöxt Guði berum

- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -

Kórsöngur eftir predikun: - Í orði Guðs - Lag: Sigurður Flosason, texti: Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson

Eftir friðarkveðjur: 496a - Gegnum Jesú helgast hjarta

Undir útdeilingu: Von Gott will ich nicht lassen, BuxWV 221 - Dieterich Buxtehude

Vater unser in Himmelreich, BuxWV 219 - Dieterich Buxtehude

Lokasálmur: 718 - Dag í senn, eitt andartak í einu

Eftirspil: Passacaglia í d- moll, BuxWV 161- Dieterich Buxtehude

Textaröð: B
Lexía: Jes 40.6-8
Einhver segir: „Kalla þú,“
og ég spyr: „Hvað á ég að kalla?“
„Allt hold er gras
og allur yndisleikur þess sem blóm vallarins.
Grasið visnar, blómin fölna
þegar Drottinn andar á þau.
Sannlega eru mennirnir gras.
Grasið visnar, blómin fölna
en orð Guðs vors varir að eilífu.“

Pistill: Heb 4.12-13
Því að orð Guðs er lifandi og kröftugt og beittara hverju tvíeggjuðu sverði og smýgur inn í innstu fylgsni sálar og anda, liðamóta og mergjar, það dæmir hugsanir og hugrenningar hjartans. Enginn skapaður hlutur er Guði hulinn, allt er bert og öndvert augum hans. Honum eigum við reikningsskil að gera.

Guðspjall: Mrk 4.26-32
Þá sagði Jesús: „Svo er Guðs ríki sem maður sái sæði í jörð. Hann sefur síðan og vakir, nætur og daga, en sæðið grær og vex, hann veit ekki með hverjum hætti. Sjálfkrafa ber jörðin ávöxt, fyrst stráið, þá axið og síðan fullvaxið hveiti í axinu. En þá er ávöxturinn er fullþroska lætur hann þegar bera út sigðina því að uppskeran er komin.“ Og Jesús sagði: „Við hvað eigum við að líkja Guðs ríki? Með hvaða dæmi eigum við að lýsa því? Líkt er það mustarðskorni. Þegar því er sáð í mold er það smærra hverju sáðkorni á jörðu. En eftir að því er sáð tekur það að spretta, það verður öllum jurtum meira og fær svo stórar greinar að fuglar himins geta hreiðrað sig í skugga þess.“

m/sáþ