Aftansöng gamlársdags verður útvarpað á RÚV

Vegna ákvörðunar biskups um að fella niður helgihald þjóðkirkjunnar fram yfir áramót verður aftansöngur gamlársdags í Hallgrímskirkju ekki opinn almenningi heldur tekinn upp af RÚV og útvarpað kl. 18. Sr. Eiríkur Jóhannsson prédikar og sr. Sigurður Árni Þórðarson þjónar fyrir altari. Organisti: Björn Steinar Sólbergsson. Kór Hallgrímskirkju syngur. Kórstjóri: Steinar Logi Helgason. Einsöngur: Harpa Ósk Björnsdóttir, sópran.