Guð og guðsmyndir elskunnar

Eru þarfir nútímafólks fyrir Guð öðru vísi en áður var. Þarfir hvers tíma móta trúartúkun og hvernig talað er um Guð. Á þriðjudagsfundum í febrúar í hádeginu ræðir Sigurður Árni Þórðarson um guðsmyndir Íslendinga í sögu og samtíð. Hver var Guð Hallgríms í Passíusálmunum? Hver var guðsmynd Vídalínspostillu, Guð í túlkun Sigurbjörns Einarssonar og guðsmyndir í nútíma samfélagi Íslendinga? Sigurður Árni er doktor í guðfræði og sóknarprestur Hallgrímskirkju. Þetta eru síðustu fyrirlestrar hans sem þjónandi prests kirkjunnar. Fræðslusamverur Hallgrímskirkju í hádeginu á þriðjudögum verða kl. 12.10-13:00. Léttar veitingar í boði.

Myndin sýnir dans norðurljósa yfir Árnessýslu og ljósbjarma frá gróðurhúsum í Laugarási og Reykholti/sáþ