Lifandi orgel / Intelligent Instrument's lab

Lifandi Orgel / Intelligent Insstruments Lab - Uppskerutónleikar  

Rannsóknarstofan Intelligent Instruments Lab býður áhugasömu tónlistarfólki að taka þátt í vinnustofu þar sem skapandi gervigreindartækni verður notuð til að spila á orgel Hallgrímskirkju. Auglýst er eftir þátttakendum með fjölbreyttan bakgrunn en sérstaklega leitum við að fólki sem vill prófa að nota orgelið á nýjan og áhugaverðan hátt; búa til ný hljóð, segja nýjar sögur, hafa gaman og endurskilgreina merkingu orgeltónlistar. Þátttakendum býðst að nota tækni og hugbúnað sem þróaður hefur verið á IIL rannsóknarstofunni en einnig má koma með sinn eigin hugbúnað.

Að lokinni vinnustofunni bjóðum við upp á tónleika þar sem verk þátttakanda verða flutt. Búast má við spennandi tónlist þar sem hið magnaða hljóðfæri er sett í samhengi við nýsköpun í tónlist 21. aldarinnar.

Frekari upplýsingar um vinnustofuna og skráningu á hana má finna hér að neðan: 
 
Organic intelligence og skráning: https://iil.is/news/organic-intelligence
Facebook: facebook.com/events/6048653278527668
Twitter: https://twitter.com/_iil_is/status/1618278096410669058
Instagram: https://www.instagram.com/p/Cn2B5PNNrcU/