Móðurmálið mitt

Sunnudagur 16. nóvember 2025 kl. 11.

Móðurmálið mitt 
Messa á Degi íslenskrar tungu. Næst síðasti sunnudagur kirkjuársins.
Prestur er Sr. Eiríkur Jóhannsson. Messuþjónar aðstoða. Félagar úr Kór Hallgrímskirkju leiða sönginn. Organisti er Steinar Logi Helgason.

Fyrir messuna kl. 10:30 er  opin sálmaæfing með Steinari Loga Helgasyni organista og kórstjóra og félögum úr Kór Hallgrímskirkju við Frobenius kórorgel kirkjunnar.

Jesús huggar og uppörvar
Sunnudagaskólinn er á sínum stað.
Umsjón: Lára Ruth Clausen, Rósa Hrönn Árnadóttir og Ragnheiður Bjarnadóttir

HALLGRÍMSKIRKJA – ÞINN STAÐUR