Opin sálmaæfing
Opin sálmaæfing verður fyrir messu, á Degi íslenskrar tungu, sunnudaginn 16. nóvember kl. 10:30 í Hallgrímskirkju
Langar þig til að syngja með í messum, en kannt ekki lögin? Á sunnudaginn nk. gefst tækifæri til að undirbúa sálma messunnar við Frobenius kórorgel Hallgrímskirkju.
Steinar Logi Helgason, organisti og kórstjóri kirkjunnar verður við orgelið ásamt félögum úr Kór Hallgrímskirkju.
Messan hefst kl. 11:00.
Fyllum kirkjuna af söng!
Ókeypis aðgangur og öll velkomin!
HALLGRÍMSKIRKJA – ÞINN STAÐUR