Orgelsumar í Hallgrímskirkju

Orgelsumar í Hallgrímskirkju. Kl. 17.

Damin Spritzer organisti frá Bandaríkjunum leikur verk eftir Becker, Howe, King, Widor og Bach.

Hægt er að nálgast miða við innganginn og á https://tix.is/is/event/13600/

Miðaverð 3000 kr.

 
Dr. Damin Spritzer lauk námi frá Háskólunum í Norður-Texas, Eastman Tónlistarskólanum og Tónlistarháskólanum í Oberlin og er nú sviðsstjóri og dósent í orgelleik við háskólann í Oklahoma BNA.
 
Hún hefur haldið tónleika í sögulegum kirkjum og leikið á merk hljóðfæri í Þýskalandi, Frakklandi, Englandi, Brasilíu, Ísrael, Ítalíu og í Noregi.
Og einnig hefur hún haldið fyrirlestra á tónlistarráðstefnum og sýningum fyrir American Guild of Organists, Organ Historical Society og Anglican Association. Fimmti geisladiskur hennar var tekinn upp í Englandi þar sem hún var fyrsti bandaríkjamaðurinn og fyrsta konan til að hljóðrita í Hereford dómkirkjunni og uppskar fimm stjörnur frá Organists Review: „Frammistaða Damins Spritzer er töfrandi – og víðtæk umfjöllun hennar um efnisskrána er heillandi...á mörgum sviðum vekur þessi mikilvægi geisladiskur aðdáun og hrifningu.“

Doktorsrannsókn hennar fjallaði um Alsace-ameríska tónskáldið René Louis Becker (1882-1956) sem hafði í för með sér frumflutning á tónlist hans á mörgum stöðum í Frakkland og í Denver Bandaríkjunum. Fjórða, „Fantasían,“ var samstarfsverkefni fyrir orgel og básúnu og var hljóðrituð í kaþólsku kirkjunni St. Monica í Dallas.
 
Fyrirliggjandi á næstunni eru hljóðupptökur m.a. í Englandi, Frakklandi og Bandaríkjunum.