Orgelsumar í Hallgrímskirkju

Jónas Þórir, organisti í Bústaðarkirkju leikur ásamt Gunnar Kristni Óskarssyni trompetleikara verk eftir Clarke, Hovhaness, Hallgrím Pétursson, Williams og Gomes á Orgelsumri í Hallgrímskirkju.

Hægt er að nálgast miða við innganginn og á https://tix.is/is/event/13605/

Miðaverð 2000 kr.

Jónas Þórir Þórisson er fæddur í Reykjavík 28. mars 1956 sonur hjónanna Jónasar Þóris Dagbjartssonar fiðluleikara og Ingridar Kristjánsdóttur ( Hansen-Skoglund) píanókennarara og saumakona.
Jónas Þórir byrjaði ungur að spila á fiðlu og varð nemandi í Tónlistarskólanum í Reykjavík 8 ára gamall hjá Birnir Ólafssyni konsertmeistara.
Jónas Þórir komst ungur í snertingu við orgelið og varð mjög hrifinn og hætti því í fiðlunámi og sneri sér að orgelinu.
Jónas þórir lauk kantorsprófi á orgel hjá Birni Steinari Sólbergssyni og kórstjórn hjá Herði Áskelssyni. Einnig nam hann píanóleik hjá Halldóri Haraldssyni og tónsmíðar hjá Atla Heimi Sveinssyni. Hann var í námi hjá Karsten Askeland i Bergen og hefur verið í masterklass hjá fjölmörgum organistum víðs vegar um heim og í kórstjórn.
Jónas Þórir hefur verið mjög virkur í tónlistarlífi Íslendinga , spilað inn á rúmlega 45 CD , unnið að 300 sjónvarpsþáttum og verið undirleikari hjá flestum söngvurum landsins. Eftir hann liggja líka margar tónsmíðar í ýmsum stílum og gerðum bæði fyrir leikhús , sjónvarp og fleira..
Jónas Þórir er kvæntur Rósu Einarsdóttur og eiga þau 6 börn og 2 barnabörn.

Gunnar Kristinn Óskarsson hóf trompetnám 6 ára gamall í Skólahljómsveit Austurbæjar undir leiðsögn Bjarna Guðmundssonar og síðar Odds Björnssonar. Hann spilaði svo næstu 11 ár í Skólahljómsveitinni undir stjórn Vilborgar Jónsdóttur. Með hljómsveitinni tók hann þátt í tónleikaferðum til útlanda, Nótunni og fleiri verkefnum.Árið 2013 hóf hann nám í Tónlistarskóla Reykjavíkur undir handleiðslu Eiríks Arnar Pálssonar og síðar einnig Ásgeirs Steingrímssonar og útskrifaðist þaðan með framhaldspróf 2017. Haustið 2018 lá leiðin til Kaupmannahafnar þar sem hann stundar nú meistaranám við Det Kongelige Danske Musikkonservatorium hjá Nikolaj Viltoft og Jonas Wiik.Gunnar hefur leikið með fjölda hljómsveita, meðal annars Óperuhljómsveitinni í Kaupmannahöfn (d. Det Kongelige Kapel), Det Slesvigske Musikkorps og Kammersveitinni Elju ásamt því að leika einleik með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Í haust verður Gunnar á samningi hjá Óperuhljómsveitinni í Kaupmannahöfn.Auk þess er hann virkur meðlimur í kammerhópunum North Atlantic Brass og Kvartettinum Málmi. Gunnar tekur reglulega þátt í tónlistarflutningi í Bústaðakirkju og hefur átt mikið og gott samstarf við Jónas Þóri kantor í mörg ár.