Orgelsumar í Hallgrímskirkju - Eyþór Franzson Wechner, orgel - Blönduóskirkja og Semjon Kalinowsky, lágfiðla - Lübeck Germany

Orgelsumar í Hallgrímskirkju
Laugardagur 12. ágúst kl. 12
Eyþór Franzson Wechner, orgel - Blönduóskirkja
Semjon Kalinowsky, lágfiðla - Lübeck Germany
Miðar fást við innganginn og á https://tix.is/is/event/15695/
Aðgangseyrir 2.500 kr

Eyþór Franzson Wechner fæddist á Akranesi. 14 ára hóf hann orgelnám, í fyrstu undir leiðsögn Úlriks Ólasonar en síðar hjá Birni Steinari Sólbergssyni við Tónskóla Þjóðkirkjunnar og Listaháskóla Íslands. Eftir tvö ár í Listaháskólanum hélt hann til Þýskalands. Við Hochschule für Musik und Theater „Felix Mendelssohn Bartholdy“ Leipzig lauk Eyþór Bachelor of Arts gráðu í orgelleik árið 2012 og Master of Arts gráðu árið 2014 við sama skóla. Helsti kennari hans í Leipzig var Prof. Stefan Engels. Eyþór er nú starfandi organisti Blönduóskirkju og nærsveita og kennir við Tónlistarskóla Austur-Húnvetninga. Eyþór hefur komið fram á einleikstónleikum á Íslandi, Þýskalandi, Litháen og í Ástralíu.

Semjon Kalinowsky nam við tónlistarakademíuna í Lviv. Hann hlaut námsstyrk frá pólska menntamálaráðuneytinu og lauk framhaldsnámi við akademíuna í Danzig. Hann leikur á víólu smíðaða af Johann Babtist Schweitzer frá 1817.Semjon Kalinowsky hefur komið fram vítt og breytt um Evrópu, í Ísrael, Tyrklandi og Rússlandi. Sem meðlimur í Trio Arpeggione og dúói með eiginkonu sinni, píanistanum Bella Kalinowska, vann hann ötullega að því að uppgötva nýja kammermúsík, rifja upp gleymd verk og færa vel þekkt verk í nýjan búning. Hann hefur útvíkkað efnisskrá víóluleikarans með útsetningum og útgáfum í samstarfi við virta tónlistarútgefendur, svo sem Robert Lienau (Frankfurt), Peters (Leipzig), Hofmeister (Leipzig), Schott (Mainz) og Bärenreiter (Kassel). Fyrir framlag sitt hlaut hann titilinn „heiðurslistamaður Úkraínu“ frá forseta Úkraínu.