Orgelsumar í Hallgrímskirkju - Gereon Krahforst, orgel - Maria Laach, Germany

Orgelsumar í Hallgrímskirkju
Sunnudagur 23. júlí kl. 17
Gereon Krahforst, orgel - Maria Laach, Germany
Miðar fást við innganginn og á https://tix.is/is/event/15698/ 
Aðgangseyrir 3.500 kr

Gereon Krahforst fæddist 1973 í Bonn og ólst upp á listrænu heimili. Eftir alhliða tónlistarmenntun, útskrifaðist hann úr menntaskóla árið 1990. Hann lagði stund á tónsmíðar, tónfræði, kirkjutónlist, píanó og orgelleik í Köln og Frankfurt í tíu ár. Fyrstu orgelkennarar hans voru Markus Karas og sr. John Birley og síðan nam hann hjá Clemens Ganz og Daniel Roth. Hann tók þátt í fjölda meistaranámskeiða og stundaði einkanám hjá Marie-Claire Alain, Jon Laukvik, Petr Eben, Wolfgang Seifen, Tomasz Adam Nowak, Guy Bovet og Franz Lehrndorfer. Gereon Krahforst gegndi fjölda virtra starfa sem organisti og tónlistarstjóri, sem hófst í Bonn (Kreuzbergkirche), Moenchengladbach, Minden (dómkirkju) og Paderborn (dómkirkju), og árið 2004 hóf hann átta ára starfsferil við kennslu í orgelleik og spuna við Tónlistarháskólann í Hannover. Á þeim tímamótum flutti hann til bæjarins Marbella við Miðjarðarhafið á Suður-Spáni (Andalúsíu) og starfaði sem organisti við Church of the Immaculate Conception „Órgano del Sol mayor“. Á árunum 2012 til 2014 var hann með mjög sértæka O -1B vegabréfsáritun fyrir listamenn sem sýna óvenjulega hæfileika meðan hann starfaði sem organisti dómkirkjunnar og aðstoðartólistarstjóri við basilíkuna í Saint Louis, Missouri (Bandaríkjunum). Árið 2014 sneri hann aftur til heimalands síns og til starfa sem tónlistarstjóri í St. Lutwinus kirkjunni í Mettlach (Saarland), þar sem hann var ábyrgur fyrir sex kórum. Í apríl 2015 var hann kvaddur til að gegna núverandi starfi sínu sem organisti og listrænn stjórnandi hinnar fjölsóttu alþjóðlegu orgeltónleikahátíðar við hið fræga tólftu aldar klaustur, Maria Laach, einu merkasta minnismerki Evrópu um hreina rómanska byggingarlist. Ennfremur er hann listrænn stjórnandi barokkorgeltónleikarhátíðarinnar við Kreuzbergkirche Bonn og við hið dýrmæta, sögulega Balthasar Koenig-orgel (1714) í klausturkirkju heilags Leodegar í Niederehe (Eifel). Frá árinu 2017 hefur hann einnig starfað í nefnd fyrir alþjóðlegu orgelhátíðina í Rhineland-Pfalz og sem framkvæmdastjóri skrifstofu menningar og menntamálaráðuneytisins í Mainz. Árið 2018 varð hann forseti nefndar um orgelhátíðina í Bonn og síðan 2019 er hann jafnframt organisti við sögufrægt breskt orgel St. Castor kirkjunnar í Andernach. Sem tónskáld hefur Krahforst samið fjölda verka fyrir píanó, orgel, söngrödd, kór, strengjakvartett og hljómsveit.
Tónverk hans er að finna hjá bandarískum, þýskum og hollenskum útgáfum. Hann samdi nýlega sína aðra orgelsinfóníu (fyrir 1-4 orgel) eftir pöntun frá deild erkibiskupsdæmisins í Freiburg. Krahforst hefur hlotið margvíslegar viðurkenningar fyrir listsköpun sína, sérstaklega fyrir spuna. Umfangsmikil efnisskrá hans inniheldur heildarorgelverk Scheidt, Pachelbel, Muffat, Couperin, Bruhns, Buxtehude, Bach, Mendelssohn, Schumann, Brahms, Franck og Duruflé auk allra 10 orgelsinfónía Widors og allar 6 sinfóníur Vierne. Hann hefur hlotið fjölda alþjóðlegra verðlauna í tónsmíðum, píanóleik og orgelleik og komið fram í fjölmörgum dómkirkjum og tónleikasölum í næstum öllum Evrópulöndum, Suður-Kóreu, Japan, Bandaríkjunum og Kanada.
Krahforst hefur einnig verið dómari í alþjóðlegum orgelkeppnum og er hann sérstaklega áhugasamur um samtímatónlist frá ólíkum löndum, til dæmis Rami Bar-Niv (Ísrael).