Orgelsumar í Hallgrímskirkju

Lára Bryndís Eggertsdóttir organisti í Grafarvogskirkju og Dorthe Højland saxófónleikari frá Danmörku sameina krafta sína sem Duo BARAZZ. Tónleikarnir eru spunaferðalag um lendur tónlistarinnar þar sem kunnugleg lög bíða áheyrenda við hverja óvænta beygju - og til að spilla ekki óvissuferðinni verður efnisskráin ekki afhent fyrr en að tónleikunum loknum.

Miðasala verður við innganginn en einnig má nálgast miða á https://tix.is/is/event/13599/

Verð 2000 kr.

Duo BARAZZ skipa saxófónleikarinn Dorthe Højland frá Danmörku og Lára BryndísEggertsdóttir organisti Grafarvogskirkju. Lára og Dorthe hófu samstarf og samspil í Danmörku og hafa haldið fjölmarga tónleika saman, meðal annars hér á Íslandi í Hallgrímskirkju og víðar. Lára hefur meðal annars sérhæft sig í flutningi BARokktónlistar meðan Dorthe er fyrst og fremst jAZZari-og þannig varð til nafnið Duo BARAZZ til. Þegar þessir tveir heimar mætast gerist ýmislegt óvænt og spennandi, og þar að auki er hugmyndaflugi þeirra Láru og Dorthe nær engin takmörk sett þegarkemur að lagavali.
 
Lára Bryndís Eggertsdóttir lauk einleikaraprófi frá Tónskóla Þjóðkirkjunnar undirleiðsögn Harðar Áskelssonar. Árið 2018 flutti Lára aftur heim til Íslands eftir 10 ára búsetu í Danmörku þar sem hún lauk meistaraprófi í kirkjutónlist frá Tónlistarháskólanum í Árósum vorið 2014. Aðalkennarar hennar þar voru Ulrik Spang-Hanssen á orgel og Lars Colding Wolf í semballeik. Einnig starfaði hún sem organisti við Sønderbro kirkju í Horsens og semballeikari hjá barokksveitinni Baroque Aros í Árósum. Í apríl 2022 tók Lára Bryndís við stöðu organista við Grafarvogskirkju í Reykjavík.
 
Dorthe Højland stundaði nám í saxófónleik og kennslufræðum við Tónlistarháskólann í Álaborg, og síðar bæði saxófónleik og tónsmíðar hjá hinum margverðlaunaða Jane Ira Bloom í New York. Dorthe leikur með ýmsum tónlistarhópum, þ. á m. Dorthe Højland Group, Højland-Stief-Højland með hinumþekktadanska bassaleikara Bo Stief, og saxófónkvartettinum Sax Talk. Hún er búsett í Ry í Danmörku.