SÁLMAFOSS/ BARNAFOSS - MENNINGARNÓTT / Ókeypis aðgangur

ORGELSUMAR Í HALLGRÍMSKIRKJU
SÁLMAFOSS & BARNAFOSS Á MENNINGARNÓTT

SÁLMAFOSS Á MENNINGARNÓTT
Laugardagur 19. ágúst kl. 14-18
Ókeypis aðgangur

Kirkjan fagnar útgáfu nýrrar sálmabókar með Sálmafossi í Hallgrímskirkju milli 14-18 á Menningarnótt laugardaginn 19. ágúst. Sálmafoss var fyrst haldinn í Hallgrímskirkju árið 2007 að frumkvæði Harðar Áskelssonar fyrrum söngmálastjóra þjóðkirkjunnar og organista í Hallgrímskirkju. 

Á Sálmafossi verður opin kirkja og sálminum fagnað í sinni fjölbreyttustu mynd af öllum kynslóðum.

Á efnisskránni er:
Almennur söngur, kórsöngur, orgelleikur, sálmaspuni, sálmforleikir, Bach-kóralar, nýsköpun, barnakórar, ungmennakór, kirkjukórar.

Fram koma:
Barnakór Hafnarfjarðarkirkju, Björn Steinar Sólbergsson, Brynhildur Auðbjargardóttir, Friðrik Vignir Stefánsson, Guðný Einarsdóttir, Hreiðar Ingi Þorsteinsson, Inger-Lise Ulsrud, Kammerkór Seltjarnaneskirkju, Kammerkórinn Huldur, Kór Hallgrímskirkju, Kór Neskirkju, Kór Öldutúnsskóla, Perlukór Háteigskirkju, Steinar Logi Helgason og Steingrímur Þórhallsson..

Gestgjafi er Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir sóknarprestur í Hallgrímskirkju.

BARNAFOSS Á MENNINGARNÓTT Í HALLGRÍMSKIRKJU
Dagskrá fyrir börnin / Barnafoss verður inni í kirkjunni laugardag 19. ágúst milli 14-16

Á Menningarnótt geta börn og fjölskyldur komið í Hallgrímskirkju og tekið þátt í því að búa til Barnafoss. Börnin velja sér einn efnisstrimil sem þau festa á hangandi band sem mynda svo foss. Börnin geta leikið sér að hlaupa í gegnum fossinn. Einnig verður boðið upp á Hallgrímskirkju - kórónugerð fyrir börnin. Þau fá tilbúna kórónu sem þau geta litað.

Umsjón með barnastarfi: Kristný Rós Gústafsdóttir og Ragnheiður Bjarnadóttir