Orgelþrumur og englatónar

Friðrik Vignir Stefánsson, organisti í Seltjarnarneskirkju, og Ragnhildur Þórhallsdóttir, sópransöngkona koma fram á fyrstu hádegistónleikum ársins í Hallgrímskirkju þann 5. febrúar næstkomandi frá klukkan 12:00-12:30. Efnisskráin er afar fjölbreytt og samanstendur af kraftmiklum orgelverkum og angurblíðum söngljóðum eftir tónskáld á borð við J.S. Bach, Mozart, Louis Vierne, Sigvalda Kaldalóns og John Williams.

Miðar eru í boði á tix.is og við innganginn en miðaverð er 2000 krónur. Ókeypis er fyrir börn, 16 ára og yngri.