Orgeltónleikar á jólum

Orgeltónleikar á jólum
26. desember 2025 kl. 17 í Hallgrímskirkju
Organisti er Björn Steinar Sólbergsson
Miðasala fer fram í Hallgrímskirkju og á tix.is
Aðgangseyrir er 3.900 kr.

Verið öll velkomin á hátíðlega jólastund á annan í jólum þegar Björn Steinar Sólbergsson flytur glæsilega og fjölbreytta tónleika í Hallgrímskirkju.
Á efnisskránni eru falleg orgelverk tengd jólunum eftir Bach, D’Aquin, Guilmant og Vierne, og einnig frumsamin íslensk jólatónlist sem flutt verður í fyrsta sinn opinberlega.

Á tónleikunum verða tveir frumflutningar á verkum eftir Hrafnkel Orra Egilsson. Fantasía yfir þjóðlagið „Með gleðiraust og helgum hljóm“ og Chaconne yfir þjóðlagið „Hátíð fer að höndum ein“ . Á  efnisskránni er einnig Pastorale yfir jólasálminn „Nóttin var sú ágæt ein“ (2022) eftir sama tónskáld.

Tónleikarnir eru hátíðlegir og bjóða upp á fullkomna jólastemningu, kyrrð og fegurð.

HALLGRÍMSKIRKJA – ÞINN STAÐUR UM HÁTÍÐIRNAR