Þorláksmessa - kvöldkirkja - Melkorka spilar

Þorláksmessa er til jólaundirbúnings. Kvöldkirkja í Hallgrímskirkju er ljómandi vettvangur til innri fágunar. Nú er hægt að fara í miðbæinn, eins og Reykvíkingar hafa gert í áratugi og fara í kyrru Hallgrímskirkju til að kyrra huga og opna himinvitund og setja undirbúning jólanna í gott samhengi. Kvöldkirkjan er samstarfsverkefni Hallgrímskirkju og Dómkirkju. Prestar og starfsfólk sjá um örhugvekjur. Í desember verður köldkirkja í Dómkirkjunni föstudaginn 10. desember kl. 20-22 og síðan í Hallgrímskirkju á Þorláksmessu, 23 desember, frá kl. 20-22. Íhuganir, kyrrð og tónlist. Melkorka Ólafsdóttir leikur á flautu í kvöldkirkju Þorláksmessu. 

Mynd sáþ