Fréttir

Guðsvirðing, mannvirðing og elskan

Til að villidýrin í mann-og dýraheimum valdi sem minnstum skaða. Til að fólk fái lifað hinu góða lífi. Elska og virða.

Kvenfélagsafmæli

Kvenfélag Hallgrímskirkju á afmæli og er 81 árs í dag.

Guðsmyndir Íslendinga

Æðislegur æskulýðsdagur

Æðislegur æskulýðsdagur í Hallgrímskirkju!

Æskulýðsdagur Þjóðkirkjunnar 5. mars

Æskulýðsdagur Þjóðkirkjunnar er 5. mars og þá er dagurinn tileinkaður börnum og unglingum. Það verður regnboga- fjölskylduguðsþjónusta á æskulýðsdaginn kl. 11 í Hallgrímskirkju. Það verður litrík dagskrá, biblíusaga dagsins verður Örkin hans Nóa og regnboginn verður þema dagsins. Stúlknakór Reykjavíkur kemur og syngur, það verður sýning úr Æði-flæði listasmiðju, bænatré verður sett upp, það verður skapandi stöðvavinna, bænir, hugvekja og grjónagrautur í messukaffinu. Verið hjartanlega velkomin!

Sigurbjörn Einarsson og Guð

Leiftra þú, sól, þér heilsar hvítasunna, heilaga lindin alls sem birtu færir, hann sem hvern geisla alheims á og nærir, eilífur faðir ljóssins, skín á þig, andar nú sinni elsku yfir þig.