Er þá ekkert heilagt?
Hvað er heilagt eða er allt á floti og engin algildi til? Í hádeginu á miðvikudögum, 19. febrúar til 25. mars, verða samverustundir í Norðursal Hallgrímskirkju kl. 12- 12,45. Veitingar eru í boði kirkjunnar og fyrirlesarar tala um það sem þeim er mikilvægt.
Irma Sjöfn Óskarsdóttir og Sigurður Árni Þórðarson, prestar Hallgrímskirkju, stýra fundum.
Febrúar
19
Líkaminn heilagur - líkamsvirðing og sjálfsmynd
Erna Kristín Stefánsdóttir er guðfræðingur og talskona fyrir jákvæða líkamsímynd. Hún er höfundur bókarinnar
Fullkomlega ófullkomin og stýrir facebooksíðunni Ernuland.
26
Guð á inniskónum eða hið heilaga
Sigurjón Árni Eyjólfsson er héraðsprestur og hjáskólakennari. Hann er doktor í guðfræði og hefur skrifað fjölda bóka og greina um guðfræði og heimspeki. Sigurjón Árni ræðir um hvernig heilagleiki litar lífið, líka hið hversdagslega.
Mars
4
Er þá ekkert heilagt?
Andri Snær Magnason skrifaði bókina
Um tímann og vatnið. Andri Snær skýrir grundvallarbreytingar sem eru að verða í náttúrunni, bráðnun jökla, ris yfirborðs hafs og að sýrustig þess breytast meira en orðið hefur í 50 milljón ár. Andri Snær tímatengir og opnar til slagæða lífsins.
11
Guð og lífsdansinn
Haffi Haff er fjöllistamaður. Hann hefur starfað sem tónlistarmaður og vakti athygli í sjónvarpsþáttunum Allir gesta dansað. Haffi talar um hið heilaga í lífinu og hvernig trú hríslast í allar æðar lífs hans.
18
Guð vors lands söngur þjóðar
Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir og Sigurður Árni Þórðarson ræða um þjóðsöng Íslendinga og eru alls ekki sammála. Hvað um forsendur, merkingu og heilagleikan sem tjáður er í þjóðsöngnum? Steinunn Arnþrúður og Sigurður Árni eru bæði starfandi prestar í Reykjavík.
25
Að miðla hinu heilaga
Ævar Kjartansson, útvarpsmaður og guðfræðingur, talar um tilraunir fjölmiðla til að höndla hið heilaga, miðla og ræða.
hallgrimskirkja.is