Á menningarnótt, laugardaginn 22. ágúst, verður sannkölluð tónlistarveisla í Hallgrímskirkju, ókeypis og opin öllum.
Tónleikaveislan stendur milli 15.00 - 21.00 og dagskráin er svohljóðandi.:
Kl. 15.00 - Fimm nýjir sálmar eftir 10 konur verða frumfluttir. Tónskáldin eru: Þóra Marteinsdóttir, Hildigunnur Rúnarsdóttir, Bára Grímsdóttir, Elín Gunnlaugsdóttir og Sóley Stefánsdóttir. Skáldin eru: Þórdís Gísladóttir, Iðunn Steinsdóttir, Kristín Ómarsdóttir, Guðrún Hannesdóttir og Vilborg Dagbjartsdóttir.
Kl. 15.30 - Mótettukór Hallgrímskirkju syngur undir stjórn Harðar Áskelssonar.
Kl. 16.00 - Sálmasöngur - allir syngja með - Mótettukórinn og Hörður Áskelsson leiða.
Kl. 16.10 - King's Men frá Cambridge syngja, stjórnandi er Stephen Cleobury.
Kl. 16.40 - Eyþór Franzson Wechner leikur á Klais orgelið.
Kl. 17.00 - Sálmasöngur - allir syngja með - Söngsveitin Fílharmónía leiðir.
Kl. 17.10 - Söngsveitin Fílharmónía. Stjórnandi er Magnús Ragnarsson.
Kl. 17.30 - Orlando Singers frá Bretlandi syngur undir stjórn David Everett.
Kl. 18.00 - Sálmasöngur - allir syngja með - Kór Akraneskirkju leiðir sönginn.
Kl 18.10 - Kór Akraneskirkju syngur undir stjórn Sveinn Arnars Sæmundssonar.
Kl. 18.30 - Richard Gowers, organisti King's Collage Cambridge.
Kl. 19.00 - Sálmasöngur - allir syngja með - Dómkórinn leiðir almennan sálmasöng.
Kl. 19.10 - Dómkórinn syngur undir stjórn Kára Þormars.
Kl. 19.40 - Kári Þormar dómorganisti leikur á Klais orgelið.
Kl. 20.00 - King's Men frá Cambridge syngja undir stjórn Stephen Cleobury.
Kl. 20.30 - KLAIS OG KVIKMYNDATÓNLISTIN - Jónas Þórir leikur þekkt stef úr kvikmyndum.
Kl. 21.00 - Dagskrárlok.
Verið hjartanlega velkomin.