Listir

Kórar Hallgrímskirkju eru þekktir um allan heim.
Kórar Hallgrímskirkju eru þekktir um allan heim.

Listrænn stjórnandi

Hörður Áskelsson, kantor Hallgrímskirkju, hask@hallgrimskirkja.is, s. 693 6690. See his English cv.

Framkvæmdastjóri

Inga Rós Ingólfsdóttir, ingaros@hallgrimskirkja.is, s. 696-2849

Mótettukór Hallgrímskirkju

Kórinn hefur lengi verið meðal fremstu kóra Íslands og hefur unnið til fjölda verðlauna erlendis. Í september 2014 vann kórinn til þriggja gullverðlauna á Alþjóðlegri Kórakeppninni Cançó Mediterrània á Spáni þar sem kórinn vann einnig Grand Prix verðlaun sem besti kór keppninnar. Sjórnandi kórsins er Hörður Áskelsson. Sjá nánar

Schola Cantorum

Hörður Áskelsson stofnaði kammerkórinn Schola cantorum árið 1996. Kórinn hefur flutt endurreisnar- og barokktónlist auk þess að flytja samtímatónlist. Kórinn hefur gefið út fjóra hljómdiska.

Sjá nánar

Myndlist í Hallgrímskirkju

Myndlistarsýningar hafa verið í kirkjunni frá því kirkjan var tekin í notkun. Flestar sýningar hafa verið í forkirkjunni en nokkrar sýningar hafa einnig verið inn í kirkjuskipinu og úti á Hallgrímstorgi. Mikill fjöldi íslenskra myndlistarmanna hefur sýnt í Hallgrímskirkju frá upphafi. Myndlistarsýningar í Hallgrímskirkju eru mest sóttu myndlistarsýningar landsins. Rósa Gísladóttir, myndlistarmaður, er sýningastjóri frá árinu 2015.

Sjá nánar

Listvinafélag Hallgrímskirkju

Félagið var stofnað árið 1982. Markmið þess er að efla listalíf við Hallgrímskirkju í Reykjavík. Allir – og óháð búsetu og þjóðerni – geta orðið félagar í Listvinafélaginu. Nýir félagar geta skráð sig í kirkjunni eða hér á vefnum. Félagið skipuleggur m.a. tónlistarviðburði og myndlistarsýningar í kirkjunni. Vefur þess er á www.listvinafelag.is.

Stjórn Listvinafélags Hallgrímskirkju á 37. starfsári skipa:
 • Sigurður Sævarsson tónskáld, formaður
 • Katrín Sverrisdóttir sálfræðingur, formaður Mótettukórs Hallgrímskirkju
 • Rósa Gísladóttir myndlistarkona
 • Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson rithöfundur
 • Dr. Salvör Nordal heimspekingur
Auk þess sitja fundi stjórnar Listvinafélagsins:
 • Jóhannes Pálmason lögfræðingur, formaður sóknarnefndar Hallgrímskirkju
 • Björn Steinar Sólbergsson, organisti
 • Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir
 • Dr. Sigurður Árni Þórðarson
 • Sigríður Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Hallgrímskirkju
Varamenn: 
 • Benedikt Ingólfsson, söngvari og fulltrúi Schola cantorum
 • Alexandra Kjeld, verkfræðingur og tónlistarmaður.