Barna- og unglingakór Hallgrímskirkju

Hópmynd 1 frá Benóný Austurvoll_170616_JON0295

Um Barna- og unglingakór Hallgrímskirkju
Kórstjóri: Ása Valgerður Sigurðardóttir

Kórinn er ætlaður stúlkum og drengjum á aldrinum 11 – 15 ára á höfuðborgarsvæðinu og æfir tvisvar í viku á tímabilinu september til maí.

Barna- og unglingakór Hallgrímskirkju var endurvakinn haustið 2015. Kórinn tekur virkan þátt í barnastarfi og fjölskyldumessum kirkjunnar og syngur við aftansöng á aðfangadag.

Á 30 ára vígsluafmæli Hallgrímskirkju í október 2016 söng kórinn við athöfn þar sem forsetahjónin voru heiðursgestir.

Á þjóðhátíðardaginn 17. júní 2017 söng kórinn ásamt Barnakór Ísaksskóla við hátíðardagskrá á Austurvelli og í október 2017 tók kórinn þátt í flutningi Kammerhópsins ReykjavíkBarokk á tónleikhúsverkinu Elisabeth og Halldóra, Bach og Grallarinn í Hallgrímskirkju, en verkið var samið í tilefni af 500 ára afmæli siðbótarinnar.

Barna- og unglingakór Hallgrímskirkju hefur verið þátttakandi í mörgum sönghátíðum og kóramótum og má þar nefna Söngvahátíð barnanna í Hallgrímskirkju, Reykjavík Peace Festival í Ráðhúsi Reykjavíkur og Hörpu, Landsmót íslenskra barnakóra í Grafarvogskirkju og barnakórahátíð í Langholtskirkju undir leiðsögn finnska kórstjórans Sanne Valvanne.

Kórstjórinn Ása Valgerður Sigurðardóttir hefur starfað við tónlistarkennslu síðastliðinn 23 ár, þar af við kórstjórn síðastliðin 10 ár með Barnakór Ísaksskóla og frá haustinu 2015 með Barna- og unglingakór Hallgrímskirkju.

Inntökupróf fyrir stelpur og stráka á aldrinum 11-15 ára fara fram föstudaginn 7. september.

Allar nánari upplýsingar og skráning hjá Ásu Valgerði kórstjóra. Sendið tölvupóst á asa@hallgrimskirkja.is eða hafið samband í síma 699 4373.

Skráning í kórinn – smellið HÉR

 

FRAMUNDAN hjá Barna- og unglingakór Hallgrímskirkju

HAUSTÖNN 2018

18. ágúst
MENNINGARNÓTT – Sálmafoss – í Hallgrímskirkju

September/október
Söngur í messu

19. – 21. október
KÓRAMÓT í Langholtskirkju.  Erlendur gestastjórnandi.

Desember
Aðventustund.  Fjölskyldumessa.  Jólatónleikar? Söngur í miðbænum

24. desember
Söngur í hátíðarmessu á aðfangadag

VORÖNN 2019

Apríl
Landsmót barnakóra – Akranesi

5. – 9. júní
NORBUSANG í Finnlandi?

 

STARFSSKÝRSLA 2017-2018

Í vetur voru kórfélagar 20 talsins, þar af 18 stelpur og 2 strákar.

MESSUR 2017-2018

19. nóvember             Fjölskyldumessa                       Kökusala eftir messu á vegum kórsins
13. desember              Fjölskyldumessa á aðventu     Jólaball og vöfflusala á vegum kórs

24. desember              Hátíðarmessa á aðfangadag
11. febrúar                  Fjölskyldumessa                       Bollukaffisala kórs – aflýst v/veðurs
4. mars                        Æskulýðsmessa                          Fermingarbörn leiða og lesa
19. apríl                      Finnskur gestakór
12. maí                       Söngur í fermingu                       Svanborg kórfélagi
3. júní                         Fjölskyldumessa                          Vorhátíð/uppskeruhátíð

HAUST 2018

22. október 2017
ÆFINGADAGUR, KVÖLDVAKA og GISTINÓTT í Hallgrímskirkju

23. október 2017
TÓNLEIKHÚS um tvær siðbótarkonur. ReykjavíkBarokk og Listvinafélag H.k.

10.-12. nóvember 2017
KÓRAMÓT Í LANGHOLTSKIRKJU. Stjórnandi: Sanna Valvanne frá Finnlandi.

21. desember 2017
Jólasöngvar á HLEMMUR-MATHÖLL

VOR 2019

7. mars 2018
Söngur á Lokahátíð STÓRA UPPLESTRARKEPPNIN í Ráðhúsi Reykjavíkur

30. mars 2018
Matteusarpassía BACH

8. maí 2018
Söngur á RÁÐSTEFNU á vegum VELFERÐARRÁÐUNEYTISINS á Hilton Reykjavík Nordica

9.- 12. maí 2018
NORBUSANG á Íslandi 2018

7.- 10. júní 2018
KÓRSUMARBÚÐIR í SKÁLHOLTI fyrir 13-16 ára

Um kórstjórann Ásu

Ása Valgerður3

Ása Valgerður Sigurðardóttir  útskrifaðist frá Tónmenntakennaradeild Kennaraháskóla Íslands árið 1995.  Á námstímanum sótti hún Erasmus skiptinám við Tónlistarháskólann í Tours, Frakklandi.  Eftir útskrift starfaði Ása í 11 ár sem tónmenntakennari við Snælandsskóla í Kópavogi, setti þar upp söngleiki, kenndi á blokkflautu í samsstarfi við Tónlistarskóla Kópavogs, auk þess að spila sem meðleikari á píanó með Kór Snælandsskóla.
Á árunum 2000-2002 lagði Ása stund á söng og píanóleik við Tónlistarskóla FÍH og lauk þaðan miðprófi á píanó.  Hún hefur sungið með Mótettukór Hallgrímskirkju frá árinu 2010.
Haustið 2008 stundaði Ása nám í Markþjálfun (Coaching-ACC þjálfun) hjá Leiðtoga/Evolvia ehf.
Síðustu 13 ár hefur Ása starfað sem tónmenntakennari og kórstjóri með Barnakór Ísaksskóla í Reykjavík ásamt kórstjórastarfi sínu við Hallgrímskirkju.
Ása stundar nú meistaranám við tónlistardeild Listaháskóla Íslands samhliða starfi sínu sem kórstjóri Barna- og unglingakórs Hallgrímskirkju.

Hægt er að ná í Ásu í síma 699-4373 eða í netfangið asa@hallgrimskirkja.is.
Barna- og unglingakór Hallgrímskirkju er einnig með samnefnda facebook síðu.

 

 

Myndir úr starfi Barna- og unglingakórsins:

1. Hópmynd 2 frá Benóný Austurvoll_170616_JSX0484-2 2. Kórinn í listigarði Einars

3. Kórinn Hópmynd 1 frá Benóný Austurvoll_170616_JON0295

20. desember 2015 fjölskyldumessa Kvöldvaka-farið upp í Hallgrímskirkjuturn

Tónleikar í lok æfingadags á haustönn     Æfing fyrir aðfangadag

Hátíðarmessa á aðfangadag                          AUGLÝSING VORTÓNLEIKAR 2016 TAKA 2