Barna og unglingakór Hallgrímskirkju

ERT ÞÚ Á ALDRINUM 9-13 ÁRA OG HEFUR GAMAN AF ÞVÍ AÐ SYNGJA?

Kórinn er ætlaður stúlkum og drengjum á aldrinum 9-13 ára, af stórhöfuðborgarsvæðinu.

Kórstjóri er Ása Valgerður Sigurðardóttir.

Kórinn æfir tvisvar í viku, á þriðjudögum kl. 17:00 – 18:00 og fimmtudögum kl 16:00 – 18:00. Fyrsta kóræfing vetrarins er þriðjudaginn 6. september 2016 kl. 17:00. Starfstímabil kórsins er frá byrjun september til maí.

Á DAGSKRÁ KÓRSINS veturinn 2016-2017 er söngur í fjölskyldumessum, æfingadagur og skemmtikvöld, afmæli Hallgrímskirkju í október, heimsækja annan barnakór, söngur í hátíðarmessu á aðfangadag ásamt Mótettukór Hallgrímskirkju, Landsmót íslenskra barnakóra í Reykjavík vorið 2017, Söngvahátíð barnanna í Hallgrímskirkju á Skírdag, Reykjavík Peace Festival (Friðarhátíð) í maí 2017 – söngur við opnunarhátíð í Ráðhúsinu  auk hátíðartónleika Friðarhátíðar í Hörpu. Vetrinum lýkur svo með þátttöku kórsins í æskulýðsmessu og vorhátíð í Hallgrímskirkju.

Kórstjóri stefnir að jólatónleikum Barna -og unglingakórs nú í byrjun aðventu 2016 með tilheyrandi æfingum á haustmánuðum.

Nánari upplýsingar um skráningu og kórstarfið í Hallgrímskirkju fást hjá Ásu Valgerði kórstjóra. 

Netfangið er: asa@hallgrimskirkja.is

Skráning í kórinn – smellið HÉR

Markmið

Við viljum að nemendur fái tækifæri til að njóta sín gegnum tónlist og upplifa gleðina við að syngja í kór. Við veljum fjölbreytt tónlistarleg viðfangsefni, íslensk og erlend, veraldleg og trúarleg.

Við leggjum áherslu á virka hlustun, taktþjálfun, raddaðan söng og keðjusöng með eða án undirleiks, sem og framkomu, tjáningu, samvinnu, aga og virðingu fyrir hvert öðru og viðfangsefnunum.

Við viljum miðla lifandi arfi til komandi kynslóðar. Við viljum efla kórastarf því það er félagslega, tónlistarlega og trúarlega þroskandi og gefandi.

Við viljum gefa börnum kost á að mynda jákvæð og virk tengsl við kirkjuna sína í gegnum tónlistarstarf, sem bæði kostar lítið og er ekki kynjaskipt. Við viljum hvetja kórbörnin, foreldra þeirra og fjölskyldur, til að vera virk í starfinu, utan kirkju sem innan.

Óskalisti kórstjóra fyrir árið 2016/2017

Kórferð innanlands 2016, upptökur á söng kórsins, jólatónleikar í byrjun aðventu 2016 og kórferð utanlands 2017.

Hvað kostar að vera með?

Gjaldið er 8 þúsund krónur fyrir hvora önn, haust og vor samtals 16 þúsund veturinn. Systkini í kórnum borga hálft gjald hvert. Velkomið að skipta greiðslum.

Kórstjórinn

Ása Valgerður3

Ása Valgerður Sigurðardóttir útskrifaðist frá Tónmenntakennaradeild KHÍ 1995 og var þar af haustið 1994 í Frakklandi sem Erasmus nemi við kennaradeild Tónlistarháskólans í Tours. Starfaði næstu 11 ár við tónmenntakennslu í Snælandsskóla í Kópavogi.  Setti þar árlega upp söngleiki auk tónmenntakennslu í 1. – 7. bekk, kenndi á blokkflautu í Forskóla Tónlistarskóla Kópavogs og starfaði auk sem meðleikari á píanó með Kór Snælandsskóla. Lauk námi á miðstigi í söng og píanóleik við Tónlistarskóla FÍH árin 2000-2002.  Árið 2008 lagði Ása stund á nám í Markþjálfun (Coaching-ACC þjálfun) hjá Leiðtoga/Evolvia ehf.

Haustið 2006 hóf Ása störf sem tónmenntakennari við Skóla Ísaks Jónssonar í Reykjavík og sem kórstjóri síðastliðin 6 ár.  Kórinn hefur vaxið hratt ár frá ári, allt að 80 börn á aldrinum 6-10 ára í tveimur kórum árið 2012 enda er mikil söngiðkun og áhugi í Ísaksskóla. Það er því einstakt ánægjuefni að geta boðið fráfarandi Ísaksskólanemendum og öllum börnum og unglingum á aldrinum 10-13 ára sem búa á höfuðborgarsvæðinu, upp á kórstarf í Hallgrímskirkju frá og með haustinu 2015!  Þess má geta að  Ása hefur sungið með Mótettukór Hallgrímskirkju undir stjórn Harðar Áskelssonar kórstjóra og organista kirkjunnar, síðastliðin 5 ár, frá haustinu 2010.

Hægt er að hafa samband við Ásu í gegnum síma: 6994373, emailið: asa@hallgrimskirkja.is og inn á síðu kórsins inn á facebook: Barna og unglingakór Hallgrímskirkju.

Myndir:

1. Hópmynd 2 frá Benóný Austurvoll_170616_JSX0484-2 2. Kórinn í listigarði Einars 3. Kórinn Hópmynd 1 frá Benóný Austurvoll_170616_JON0295

 

AUGLÝSING VORTÓNLEIKAR 2016 TAKA 220. desember 2015 fjölskyldumessa Æfing fyrir aðfangadag Á kóræfingu Tónleikar í lok æfingadags á haustönn Kvöldvaka-farið upp í Hallgrímskirkjuturn Hátíðarmessa á aðfangadag