Organisti

Björn Steinar Sólbergsson

Björn Steinar Sólbergsson, organisti Hallgrímskirkju
Björn Steinar Sólbergsson, organisti Hallgrímskirkju

Björn Steinar er organisti við Hallgrímskirkju. Hann er skólastjóri við Tónskóla Þjóðkirkjunnar og gegnir að auki stöðu organista við Hallgrímskirkju. Eftir nám á Ítalíu og í Frakklandi starfaði Björn Steinar sem organisti við Akureyrarkirkju í 20 ár þar sem hann vann að uppbyggingu tónlistarstarfs við kirkjuna. Björn Steinar hefur haldið fjölda einleikstónleika hér heima og erlendis og leikið einleik með Sinfóníuhljómsveit Íslands, Kammerhljómsveit Akureyrar, Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og The Cleveland Institute of Music Orchestra. Hann hefur hljóðritað fyrir útvarp og sjónvarp og á geislaplötur, m.a. öll orgelverk Páls Ísólfssonar. Björn Steinar hlaut Menningarverðlaun DV 1999, Íslensku bjartsýnisverðlaunin 2001 og var valinn bæjarlistamaður Akureyrar 2002. Sjá nánar að baki þessari smellu.

Til að hafa samband Björn Steinar Sólbergsson: bjornsteinar@hallgrimskirkja.is og s. 856 3837.