Blátt tímabil í Hallgrímskirkju

Margar kirkjudeildir heimsins beina athygli á haustin að náttúrunni sem Guð hefur skapað. September og fyrri hluti október er tími sköpunarverksins í þjóðkirkjunni. Í Hallgrímskirkju hefst þetta tímabil með guðsþjónustunni 13. september og lýkur með helgihaldinu 11. október. Auk áherslu á ríkidæmi lífríkisins og mikilvægi þess að við verndum lífheiminn verður athyglinni beint að vatni… More Blátt tímabil í Hallgrímskirkju

Guðsþjónustan og barnastarf 13. september

Guðsþjónusta í Hallgrímskirkju kl. 11. Sr. Sigurður Árni Þórðarson þjónar fyrir altari og messuþjónar aðstoða. Dr. Jón Ásgeir Sigurvinsson, héraðsprestur, prédikar, og talar um vatnsflaum í Gamla testamentinu. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju leiða safnaðarsöng. Í lok guðsþjónustu verður safnað fé til stuðnings Hjálparstarfi kirkjunnar. Söfnunarkörfur verða við útganginn.  Barnastarfið hefst í… More Guðsþjónustan og barnastarf 13. september

Hádegisbænir, miðvikudag, fimmtudag og föstudag kl. 12

Helgistundir eru í Hallgrímskirkju kl. 12 á miðvikudögum, fimmtudögum og föstudögum. Miðvikudaginn 9. september sér hópur sóknarfólks um helgihaldið ásamt sr. Irmu Sjöfn Óskarsdóttur. Kaffisopi í Suðursal eftir guðsþjónustuna á miðvikudegi, en virðum sóttvarnarreglur, s.s. fjarlægðarmörk. Helgistund á fimmtudeginum 10. september og fyrirbænasamvera á föstudeginum 11. september verða við ljósberann nærri inngangi í kirkjuskipið.  Mynd: SÁÞ

Guðsþjónustur sunnudaginn 6. september kl. 11 og 13

Séra Sigurður Árni Þórðarson og sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir þjóna fyrir altari ásamt Kristnýju Rós Gústafsdóttur djákna, sem einnig flytur hugleiðingu. Messuþjónar aðstoða. Björn Steinar Sólbergsson leikur á orgel. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Forspil Introduction-Choral – Menuet, úr Suite Gothique Léon Boëllmann Fermd verða kl. 11: Anna Sigríður Kristjánsdóttir Ísak Máni Jóhannesson Karólína Thoroddsen Lára Rún… More Guðsþjónustur sunnudaginn 6. september kl. 11 og 13

Mótettukórinn, Bach og Hallgrímur

Klassíkin okkar var á dagskrá sjónvarpsins 4. september. Sinfóníuhljómsveitin flutti verk úr ýmsum áttum og söngvararnir komu úr ýmsum tónlistargáttum líka. Eini kórinn sem söng var Mótettukór Hallgrímskirkju og söng Ruht wohl úr Jóhannesarpassíu Bachs. Og söng með ástríðu sem var hrífandi. Passían var fyrst flutt á Íslandi á stríðsárunum, 1943, og þá undir stjórn… More Mótettukórinn, Bach og Hallgrímur