Prestsþjónusta

Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir og dr. Sigurður Árni Þórðarson eru prestar í Hallgrímskirkju.
Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir og dr. Sigurður Árni Þórðarson eru prestar í Hallgrímskirkju. Guðsþjónustur helgidaganna og helgar athafnir þjóðkirkjunnar, svo sem skírn, ferming, brúðkaup og útför eru áningarstaðir á lífsins leið, með veganesti orðs og atferlis sem styrkja fólk, samfélag og tengsl kynslóða. Þar verður hin opna þjóðkirkja sýnileg, með sína löngu hefð, sögu og sterku framtíðarsýn í ljósi Jesú Krists.

Prestar Hallgrímskirkju þjóna við athafnir kirkjunnar, skíra, vígja, þjóna við útfarir, veita fólki margvíslegan stuðning, ráðgjöf, sálgæslu auk leiðsagnar í andlegum efnum.

Í Hallgrímskirkju starfa tveir prestar. Öllum er frjálst, óháð búsetu eða trúfélagsaðild, að óska eftir þjónustu þeirra og njóta þjónustu Hallgrímskirkju.

Gerið svo vel að hafa samband ef við getum þjónað þér eða liðsinnt.

Sigurður Árni Þórðarson, sóknarprestur, s@hallgrimskirkja.is s. 862 2312 

Irma Sjöfn Óskarsdóttir, prestur, irma@hallgrimskirkja.is s. 771 8200 – er í námsleyfi 1. september 2021 – 31. maí 2022. 

Eiríkur Jóhannsson leysir af sr. Irmu Sjöfn af sem prestur Hallgrímskirkju 1. september 2021 – 31. maí 2022.

S. 864 0802, eirikur@hallgrimskirkja.is.