Hver er Sigurður Árni?

Sigurður Árni Þórðarson
Sigurður Árni Þórðarson

Sigurður Árni Þórðarson er sóknarprestur Hallgrímskirkju. Hann er guðfræðingur frá HÍ og Ph.D. frá Vanderbiltháskóla í Bandaríkjunum. Í doktorsritgerðinni skrifaði hann um myndmál í trúarhefð Íslendinga. Hann hefur verið rektor Skálholtsskóla, fræðslustjóri þjóðgarðsins á Þingvöllum og verkefnastjóri á Biskupsstofu. Sigurður Árni hefur m.a. starfað sem prestur í Vestur-Skaftafellssýslu, Suður-Þingeyjarsýslu og við Neskirkju í Reykjavík. Sjá nánar um feril og fræði að baki þessari smellu. Eldri prédikanir eru að baki þessari smellu og greinar og pistlar að baki þessari. Viðtal við upphaf prestsþjónustu í Hallgrímskirkju að baki þessari smellu.