
Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir er prestur í Hallgrímskirkju. Hún vígðist til prests árið 1988 og starfaði í Seljakirkju frá 1988 til ársins 2001. Irma lauk mastersprófi í fjölmiðlasiðfræði við Edinborgarháskóla 1993. Hún hefur setið í stjórn Siðfræðistofnunar sem fulltrúi Þjóðkirkjunnar frá árinu 1995. Hún starfaði sem verkefnastjóri á Biskupsstofu frá 2001 og sinnti afleysingum í Garðaprestakalli á Akranesi, sem héraðsprestur í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra og sem prestur í Hallgrímssókn á árunum 2007-2014.