Fréttir

Sr. Eiríkur valinn prestur við Hallgrímskirkju

28.06.2023
Fréttir
Sr. Eiríkur Jóhannsson, prestur í Háteigsprestakalli, hefur verið valinn í embætti prests við Hallgrímskirkju við hlið sr. Irmu Sjafnar Óskarsdóttur sóknarprests. Hann er Hallgrímssöfnuði að góðu kunnur þar sem hann þjónaði við kirkjuna veturinn 2021-2022 á meðan á námsleyfi Irmu Sjafnar stóð.  Sr. Eiríkur vígðist til Skinnastaðarprestakalls...

Framkvæmdastjóra þakkað

28.06.2023
Fréttir
Sigríður Hjálmarsdóttir hefur sagt upp starfi sínu sem framkvæmdastjóri Hallgrímskirju frá og með 1. ágúst næstkomandi. Sigríður hefur gegnt starfinu í fimm ár og leitt kirkjuna í gegnum erfiðleika- og breytingatímabil. Á tímum heimsfaraldurs minnkuðu tekjur Hallgrímskirkju um 90% en kirkjan hefur fengið sérstakt hrós frá endurskoðendum fyrir...

Upphaf Orgelsumars í Hallgrímskirkju

27.06.2023
Fréttir
Orgelsumar í Hallgrímskirkju verður haldið hátíðlegt frá 2. júlí til 20. ágúst í sumar 2023. Í ár eru liðin 150 ár frá fæðingu síðrómantíska tónskáldsins Max Reger. Á tónleikum sumarsins fagnar Orgelsumar í Hallgrímskirkju þessu merku tímamótum.   Fjórtán íslenskir og erlendir organistar leyfa Klais-orgeli Hallgrímskirkju að hljóma á...

Foreldramorgnar í sumarfríi í júlí

22.06.2023
Fréttir
Foreldramorgnar eru alla miðvikudaga í kórkjallara kirkjunnar frá kl. 10-12 en fara í sumarfrí í júlí.

Hallgrímskirkja tekur á móti Bænavoð Erlu Þórarinsdóttur

01.06.2023
Fréttir
Við messu á Sjómannadaginn, 4. júní nk., tekur Hallgrímssöfnuður formlega við kærkominni listaverkagjöf. Þar er um að ræða Bænavoð Erlu Þórarinsdóttur sem hefur verið fundinn staður á vegg við hlið hornsteins Hallgrímskirkju hjá Kristsstyttu Einars Jónssonar og Ljósbera Gunnsteins Gíslasonar. Listaverkin þrjú mynda nokkurskonar bænastúku. Fjölmargir eiga bænastund með sjálfum sér á þessum stað í kirkjunni eða skrifa niður bænir sem síðar eru bornar upp að altari.

Dr. Jón Ásgeir leysir af í Hallgrímskirkju

30.05.2023
Fréttir
Dr. Jón Ásgeir Sigurvinsson héraðsprestur í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra verður við afleysingar sem prestur í Hallgrímskirkju fram til loka september 2023. Hann kom til starfa við kirkjuna þann 1. maí sl. og mun starfa við hlið sr. Irmu Sjafnar Óskarsdóttur sóknarprests í sumar.

Starf prests við Hallgrímsprestakall auglýst

26.05.2023
Fréttir
Biskup Íslands hefur birt auglýsingu um starf prests til þjónustu við Hallgrímsprestakall í Reykjavíkurprófastsdæmi Vestra. Miðað er við að viðkomandi geti hafið störf 1. október 2023. Auglýsinguna má finna á vef þjóðkirkjunnar, Kirkjan.is

Handavinna í Hallgrímskirkju

24.05.2023
Fréttir
Kvenfélagskonur í Hallgrímskirkju hittast til að sinna handavinnu, prjóna og spjalla um allt milli heima og geima.

Mozart í maí - Krýningarmessan

17.05.2023
Fréttir
Mozart í maí - Krýningarmessan Kór Hallgrímskirkju ásamt Barokkbandinu Brák heldur tónleika með Krýningarmessu Mozarts ásamt öðrum verkum fyrir kór, einsöngvara og hljómsveit. Tónleikarnir eru einstakir að því leiti að þetta er í fyrsta skipti á Íslandi þar sem eitt af stóru verkum Mozarts fyrir kór og hljómsveit er leikið á upprunahljóðfæri.