Jarðhæð - misjafnar og margvíslegar hurðir
 
Myndlistarsýning í forkirkju Hallgrímskirkju frá 16. febrúar til 18. maí 2014.
 
 Inga Þórey Jóhannsdóttir myndlistarmaður sýnir ljósmyndir sem hún tók víðs vegar um Nepal á meðan hún dvaldist þar síðla árs 2013. Þær eru teknar á tveggja mánaða tímabili, í borgum og á landsbyggðinni.
 
 
 
 
 
 

Fastir liðir í starfi Hallgrímskirkju:

Messur og bænastundir vikunnar
Mánudagar kl. 12:15:  Hádegisbæn
Þriðjudagar kl 10:30:  Fyrirbænamessa/guðsþjónusta í kórkjallara
Miðvikudagar kl 08:00: Árdegismessa
Fimmtudagar kl 12:00:  Kyrrðarstund
 
Æskulýðsstarf Hallgrímskirkju
Örkin mánudaga kl. 20.00 - 22.00
Krakkaklúbbur 6-9 ára mánudaga kl. 14.30 - 16.00
TTT- miðvikudaga kl. 14.30 - 15.30
Fermingarfræðslan: Þriðjudaga kl. 15.00 - 16.00
 
Starf fullorðinna í Hallgrímskirkju
Foreldramorgnar í kórkjallara miðvikudaga kl. 10.00 - 12.00
Starf eldra fólks í kórkjallara þriðjudaga og föstudaga kl. 11.00 - 13.30
 
Æfingar kóra í Hallgrímskirkju
Mótettukórinn þriðjudaga kl. 19.30 - 22.00 og annan hvern laugardag
Drengjakórinn mánudaga og miðvikudaga kl. 17.00 - 18.45
 
Messa og barnastarf alla sunnudaga kl. 11.00. Ensk messa síðasta sunnudag hvers mánaðar kl. 14.00.
 
 

Fermingarmessa sunnudaginn 27. apríl, kl. 11.

 Sunnudaginn 27. apríl er fermingarmessa í Hallgrímskirkju kl. 11. Sr. Birgir Ásgeirsson, sr. Jón Dalbú Hróbjartsson, sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir og Inga Harðardóttir æskulýðsfulltrúi annast athöfnina. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Allir velkomnir. Ensk messa kl. 14 í umsjá sr. Bjarna Þórs Bjarnasonar. 
Lesa nánar

Skátamessa á sumardaginn fyrsta 24. apríl

 Skátamessa á sumardaginn fyrsta kl. 11. Prestur sr. Birgir Ásgeirsson. Skátar sjá um prédikun, tónlist og söng.
Lesa nánar

Dymbilvika og páskar í Hallgrímskirkju

 Miðvikudagur 16. apríl: Árdegismessa kl. 08.00, Hallgrímsvaka kl. 20.00. Fimmtudagur 17. apríl, Skírdagur:  Söngvahátíð barnanna kl. 17.00. Kvöldmessa og Getsemanestund kl. 20.00. Föstudagur 18. apríl, föstudagurinn langi: Guðsþjónusta kl. 11.00. Lestur Passíusálma kl. 13.00. Sunnudagur 20. apríl, páskadagur: Hátíðarguðsþjónusta kl. 08.00. Hátíðarmessa kl. 11.00. Mánudagur 21. apríl, annar í páskum: Fermingarmessa kl. 11.00. Tónleikar kl. 20.00: Páskakantata Hallgríms. Sunnudagur 27. apríl, fyrsti sunnudagur eftir páska:  Fermingarmessa kl. 11.00. Ensk messa kl. 14.00.
Lesa nánar

Pálmasunnudagur - messa og barnastarf

 Á sunnudaginn 13. apríl, Pálmasunnudag, er messa og barnastarf kl. 11.00. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Birgi Ásgeirssyni og messuþjónum. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Barnastarfið er í umsjá Ingu Harðardóttur. Kaffisopi á eftir messu. Allir hjartanlega velkomnir. Athöfninni er útvarpað.
Lesa nánar

Kyrrðarstund

 Á morgun, fimmtudaginn 10. apríl, kyrrðarstund kl. 12.00 - 12.30. Orgelleikur: Björn Steinar Sólbergsson. Léttur hádegisverður eftir stundina í safnaðarsal kirkjunnar. Allir hjartanlega velkomnir. Næsta kyrrðarstund er fimmtudaginn 24. apríl.
Lesa nánar

Viðburðir

Opnunartími / opening hours
 
Hallgrímskirkja og turninn eru opin alla daga frá kl. 09.00 til 17.00.
 
Opening hours - the church and the tower: 9 am to 5 pm.
 
 
Aðgangseyrir í turn / Admission fee for the tower
Fullorðnir / adults
kr. 700
Börn / children 7-14
kr. 100
 
Viðtalstímar
Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson
þriðjudagar - föstudagar
kl. 11.00 - 12.00


Sr. Birgir Ásgeirsson
þriðjudagar - föstudagar
kl. 11.00 - 12.00

Staðsetning