Kór Hallgrímskirkju

Kór Hallgrímskirkju var stofnaður haustið 2021 og telur nú yfir 50 manns. Kórinn hefur frá stofnun tekið þátt í helgihaldi í Hallgrímskirkju ásamt því að sinna tónleikahaldi og upptökum. Hann hefur lagt mikið uppúr flutningi á íslenskri kórtónlist og það er mikilvægur hluti kórstarfsins að stuðla að nýsköpun með frumflutningi nýrra tónverka. Haustið 2022 frumflutti kórinn fimm ný verk eftir íslensk tónskáld sem samin voru  sérstaklega fyrir hann. Kór Hallgrímskirkju hefur einnig átt í gjöfulu samstarfi við Barokkbandið Brák en síðustu tónleikar Kórs Hallgrímskirkju og Brákar voru þann á fyrsta sunnudegi í aðventu og voru tileinkaðir tónlist Telemann og Händel. Steinar Logi Helgason er stjórnandi kórsins.

Á döfinni hjá Kór Hallgrímskirkju:
VÍGSLUTÓNLEIKAR FROBENIUS-KÓRORGELSINS

Á Hvítasunnudag 19. maí verður hátíð í Hallgrímskirkju þar sem Frobenius kórorgel kirkjunnar verður endurvígt í hátíðarmessu kl. 11 eftir gagngera endurbyggingu. sama dag verða vígslutónleikar Kl. 17 þar sem flutt verða verk fyrir tvö orgel og kór.

Flytjendur eru Björn Steinar Sólbergsson orgelleikari, Matthías Harðarson orgelleikari, Kór Hallgrímskirkju og Steinar Logi Helgason kórstjóri og orgelleikari. Tekið verður á móti frjálsum framlögum.
Einstaklingar og fyrirtæki sem vilja styrkja uppbyggingu orgelsins geta einnig millifært og er reikningsnúmerið eftirfarandi: 0133-26-009422 Kt: 590169-1969 Mikilvægt er að skrifa "Orgelsjóður" í útskýringu.
 
Hallgrímskirkja - Þinn staður!
 
--ENGLISH--
 
The choir organ will be reinaugurated on Whit Sunday, May 19th 2024 at 11hrs. On the same day there will be a concert at 17hrs. including music for two organs and choir. Donations are accepted.
If you are interested in supporting this project further you can do so at The Hallgrímskirkja Church Shop or transfer to: Bank account nr.: 0133-26-009422 Kt: 590169-1969 with the description "Orgelsjóður".

Instagram: https://www.instagram.com/kor_hallgrimskirkju
Facebook: https://www.facebook.com/kor.hallgrimskirkju/
YouTube: https://www.youtube.com/@korhallgrimskirkju1167