Uppstigningardagur - Orgelandakt

Orgelandakt á Uppstigningardag kl. 11

L'ascension - Uppstigningin eftir Olivier Messiaen
Orgel: Björn Steinar Sólbergsson
Prestur: Sr. Eiríkur Jóhannson

L´Ascension eða uppstigningin eru fjórar hugleiðingar yfir texta uppstigningardags og er eitt af mögnuðustu orgelverkum 20. aldarinnar.
Verkið var upphaflega samið fyrir sinfóníuhljómsveit á árunum 1931-32. Tveimur árum síðar umritaði Messian verkið fyrir orgel þar sem hann endursamdi þriðja kaflann yfir í krassandi tokkötu.

Á þessum tíma vann tónskáldið að hönnun á sinni eigi hljómfræði og skapaði þannig nýjan persónulegan hljóðheim, auk þess að leita í fjölbreytta rythma úr trúartónlist Hindúa.

 

Hallgrímskirkja - Þinn staður!