Skírnarfontur Hallgrímskirkju er fontur uppstigningar. Það er vel. Uppstigningardagur er stórdagur kristninnar þó hann hafi í vitund fólks ekki sömu stöðu og jól og páskar. En á þessum degi eru mergjaðir og máttugir textar fluttir. Textar um Guð, komu Guðs og að Guð er á ferð í þágu lífsins. Íhugun uppstigningardags er að baki þessari smellu.