Hausttónleikar Kórs Hallgrímskirkju


Time:

26.October 2025  -

The time:

17:00

HAUSTTÓNLEIKAR KÓRS HALLGRÍMSKIRKJU 


HAUSTTÓNLEIKAR KÓRS HALLGRÍMSKIRKJU

Sunnudagur 26. október 2025 kl. 17

Kór Hallgrímskirkju

Steinar Logi Helgason stjórnandi

Miðasala fer fram í Hallgrímskirkja og á Tix.is

Aðgangseyrir 4.900 kr.

 

Kór Hallgrímskirkju bíður til hausttónleika í Hallgrímskirkju 26. október kl 17.

Fluttar verða perlur úr kirkjutónlistarsögunni fyrir kór án undirleiks. Efnisskráin er þrískipt og verður byrjað á þremur öndvegisverkum þýsk/austurrísku rómantíkurinnar eftir Mendelssohn, Bruckner og Reger. Þá kemur að nýlegum verkum við latneska texta eftir íslensk tónskáld sem öll voru pöntuð af Kór Hallgrímskirkju. Í lokin er athyglinni beint að 20. og 21. öldinni með mótettum eftir John Tavener, Knut Nystedt og Arvo Part, en Part fagnaði einmitt níræðisafmæli nú í september.

 

Efnisskrá:

Felix Bartholdy Mendelssohn (1809 – 1847)

Richte, mich, Gott (Psalm 43) op. 78 nr. 2 (1844)

 

Anton Bruckner (1824 – 1896)

Locus iste (1869)

 

Max Reger (1873 – 1916)

Nachtlied op. 138 nr. 3 (1914)

 

Hildigunnur Rúnarsdóttir (1964 - )

Psalm 116 (2022)

 

Hugi Guðmundsson (1977 - )

Ave Maria (2025)

 

Ingibjörg Ýr Skarphéðinsdóttir (1990 - )

Pater noster (2024)

 

Hjálmar H. Ragnarsson (1952 - )

Ave verum corpus (2022)

 

Arvo Pärt (1935 - )

The Deer’s cry (2007)

 

Knut Nystedt (1915 – 2014)

Sing and rejoice (1983)

 

John Tavener (1944 – 2013)

Song for Athene (1993)

 

Kór Hallgrímskirkju var stofnaður haustið 2021 og telur nú yfir 60 manns. Kórinn hefur frá stofnun tekið þátt í helgihaldi í Hallgrímskirkju ásamt því að sinna tónleikahaldi og upptökum. Hann leggur mikið upp úr flutningi á íslenskri kórtónlist og stuðlar að nýsköpun með frumflutningi nýrra tónverka. Kórinn hefur átt í gjöfulu samstarfi við Barokkbandið Brák, Kammersveit Reykjavíkur og Sinfóníuhljómsveit Íslands. Steinar Logi Helgason er stjórnandi Kórs Hallgrímskirkju.

 

HALLGRÍMSKIRKJA – ÞINN TÓNLEIKASTAÐUR