Hátíðarhljómar við áramót

HÁTÍÐARHLJÓMAR VIÐ ÁRAMÓT
31. desember – Gamlársdagur kl. 16

Verið velkomin á Hátíðarhljóma við áramót er við kveðjum gamla árið og tökum vel á móti hinu nýja.

Hátíðarhljómar við áramót á Gamlársdag hafa um árabil notið mikilla vinsælda í tónlistarlífi Hallgrímskirkju.
Í ár gefst tónleikagestum kostur á að njóta hátíðlegara tóna fyrir orgel og málmblásarakvartett í ljósaskiptunum á síðasta degi ársins. 

Flytjendur eru:
Gunnar Kristinn Óskarsson, trompet
Ólafur Elliði Halldórsson, trompet
Gunnar Helgason, básúna
Steinn Völundur Halldórsson, básúna
Björn Steinar Sólbergsson, orgel

Miðar fást við innganginn og á https://tix.is/is/event/14510/
Aðgangseyrir 4.000 kr.