Fermingar 2024

Fermingarfræðsla 2023 – 2024

Veturinn fyrir fermingu er spennandi tími í lífi unglinganna og fjölskyldna þeirra. Á mikilvægum mótunartíma býður kirkjan til samtals um trú, lífsskoðanir og hamingju. Fermingarfræðslan er opin öllum ungmennum í áttunda bekk grunnskóla. Skráning í fermingarfræðsluna er óháð búsetu. 

Skráning og val á fermingardögum

Skráning er rafræn og hægt að nálgast skráningarsíðu að baki þessari smellu.

Fræðslan verður á miðvikudögum kl. 15-15:45 í kórkjallara kirkjunnar. Fræðslan hefst 13. september og verður vikulega til 29. nóv. 2023.
Eftir jólin verða svo þrjár samverur, ein í janúar, ein í febrúar og ein í mars og  fermingaræfing í apríl. 

Í fræðslunni er lögð áhersla á fjölbreytilega og skemmtilega kristnifræðslu með samtölum, leik, og upplifun. Lögð er áhersla á vináttu, virðingu og víðsýni í fræðslunni. Ungmenninn taka þátt í nokkrum fjölskylduguðsþjónustum.
Farin er ævintýraferð í Vatnaskóg 22.september 24. september ásamt fermingarkrökkum úr Háteigskirkju. 

Fermingardagur í Hallgrímskirkju 2024
Sunnudaginn 7. apríl kl. 11:00. (Ef þessi dagur hentar ekki, er hægt að ræða við prestana um aðra fermingardaga). 

Nánari upplýsingar veita prestar Hallgrímskirkju.