Fjóla Kristín Nikulásdóttir er kennari, kórstjóri og söngkona að mennt. Auk þess að starfa sem kórstjóri hefur hún kennt leiklist í grunnskóla um árabil og sett upp fjölda söngleikja og leikrita með börnum og unglingum. Hún er með meistaragráðu í óperusöng og hefur einnig starfað sem atvinnusöngkona.