Guðsþjónustur

Í Hallgrímskirkju eru messur alla sunnudaga kl. 11. Prestar kirkjunnar, sr. Sigurður Árni Þórðarson og sr. Eiríkur Jóhannsson, skiptast á að prédika og þjóna fyrir altari. 

Organistar Hallgrímskirkju eru Björn Steinar Sólbergsson og Steinar Logi Helgason.


Kór Hallgrímskirkju syngur en nokkrum sinnum á ári syngja gestakórar í messum. Yfir vetrartímann er sunnudagaskóli samhliða guðsþjónustum alla sunnudaga klukkan 11. Kristný Rós Gústafsdóttir, djákni og verkefnastjóri, hefur yfirumsjón með sunnudagaskólanum. Henni til aðstoðar eru Ragnheiður Bjarnadóttir og Rósa Hrönn Árnadóttir. 

Verið hjartanlega velkomin til helgihalds í Hallgrímskirkju.