Kór Hallgrímskirkju var stofnaður haustið 2021 og telur nú yfir 50 manns. Kórinn hefur frá stofnun tekið þátt í helgihaldi í Hallgrímskirkju ásamt því að sinna tónleikahaldi og upptökum. Hann hefur lagt mikið uppúr flutningi á íslenskri kórtónlist og það er mikilvægur hluti kórstarfsins að stuðla að nýsköpun með frumflutningi nýrra tónverka. Haustið 2022 frumflutti kórinn fimm ný verk eftir íslensk tónskáld sem samin voru sérstaklega fyrir hann. Kór Hallgrímskirkju hefur einnig átt í gjöfulu samstarfi við Barokkbandið Brák en síðustu tónleikar Kórs Hallgrímskirkju og Brákar voru þann 27. nóvember og voru tileinkaðir tónlist Johanns Sebastians Bach. Steinar Logi Helgason er stjórnandi kórsins.
Instagram: https://www.instagram.com/kor_hallgrimskirkju
Facebook: https://www.facebook.com/kor.hallgrimskirkju/
YouTube: https://www.youtube.com/@korhallgrimskirkju1167
Á döfinni hjá Kór Hallgrímskirkju: