Kór Hallgrímskirkju var stofnaður haustið 2021 og telur nú tæplega 60 manns. Kórinn hefur frá stofnun tekið þátt í helgihaldi í Hallgrímskirkju ásamt því að sinna tónleikahaldi og upptökum. Hann leggur mikið upp úr flutningi á íslenskri kórtónlist og stuðlar að nýsköpun með frumflutningi nýrra tónverka. Á síðustu tónleikum sínum, sem haldnir voru á pálmasunnudag, flutti hann til dæmis ný verk eftir Ingibjörgu Ýri Skarphéðinsdóttur og Finn Karlsson, auk eldri meistaraverka á borð við föstumótettur Francis Poulenc.
Á döfinni hjá Kór Hallgrímskirkju:
Kór Hallgrímskirkju flytur Darraðarljóð ásamt Kór Langholtskirkju og Sinfóníuhljómsveit Íslands á 75 ára afmælistónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands
Flytjendur:
Sinfóníuhljómsveit Íslands
Eva Ollikainen, hljómsveitarstjóri
Víkingur Heiðar Ólafssone, einleikari
Kór Hallgrímskirkju
Steinar Logi Helgason, kórstjóri
Kór Langholtskirkju
Magnús Ragnarsson, kórstjóri
Efnisská:
Ingibjörg Ýr Skarphéðinsdóttir
Hátíðarforleikur
Jón Leifs
Darraðarljóð
Johannes Brahms
Píanókonsert nr. 2
Richard Strauss
Ein Heldenleben
Instagram: https://www.instagram.com/kor_hallgrimskirkju
Facebook: https://www.facebook.com/kor.hallgrimskirkju/
YouTube: https://www.youtube.com/@korhallgrimskirkju1167
Instagram: https://www.instagram.com/kor_hallgrimskirkju
Facebook: https://www.facebook.com/kor.hallgrimskirkju/
YouTube: https://www.youtube.com/@korhallgrimskirkju1167