Kór Hallgrímskirkju

Kór Hallgrímskirkju var stofnaður haustið 2021 og telur nú tæplega 60 manns. Kórinn hefur frá stofnun tekið þátt í helgihaldi í Hallgrímskirkju ásamt því að sinna tónleikahaldi og upptökum. Hann leggur mikið upp úr flutningi á íslenskri kórtónlist og stuðlar að nýsköpun með frumflutningi nýrra tónverka. Á síðustu tónleikum sínum, sem haldnir voru á pálmasunnudag, flutti hann til dæmis ný verk eftir Ingibjörgu Ýri Skarphéðinsdóttur og Finn Karlsson, auk eldri meistaraverka á borð við föstumótettur Francis Poulenc.

Kórinn hefur átt í gjöfulu samstarfi við Barokkbandið Brák og staðið með því fyrir flutningi á verkum eftir Bach, Telemann, Haydn og Mozart. Kór Hallgrímskirkju kom í fyrsta sinn fram með Sinfóníuhljómsveit Íslands í október síðastliðnum á tónleikum sem helgaðir voru verkum Önnu Þorvaldsdóttur og hlutu mikið lof. Steinar Logi Helgason er stjórnandi kórsins.
 

Á döfinni hjá Kór Hallgrímskirkju:
Við erum komin í sumarfrí en fylgist með okkur í haust á samfélagsmiðlum Kórsins

Instagram: https://www.instagram.com/kor_hallgrimskirkju
Facebook: https://www.facebook.com/kor.hallgrimskirkju/
YouTube: https://www.youtube.com/@korhallgrimskirkju1167

 
--ENGLISH--
 
We are currently on summer holiday, please follow us here and on social media for upcoming events.
 

Instagram: https://www.instagram.com/kor_hallgrimskirkju
Facebook: https://www.facebook.com/kor.hallgrimskirkju/
YouTube: https://www.youtube.com/@korhallgrimskirkju1167