Fermingar í Hallgrímskirkju

Fermingarfræðsla 2023 – 2024

Veturinn fyrir fermingu er spennandi tími í lífi unglinganna og fjölskyldna þeirra. Á mikilvægum mótunartíma býður kirkjan til samtals um trú, lífsskoðanir og hamingju. Fermingarfræðslan er opin öllum ungmennum í áttunda bekk grunnskóla.

Skráning og val á fermingardögum 

Skráning er rafræn og hægt að nálgast skráningarsíðu að baki þessari smellu

Í fræðslunni er lögð áhersla á fjölbreytilega og skemmtilega kristnifræðslu með samtölum, leik, og upplifun. Lögð er áhersla á vináttu, virðingu og víðsýni í fræðslunni. Ungmenninn taka þátt í nokkrum fjölskylduguðsþjónustum. Farin er ævintýraferð í Vatnaskóg. Kennt verður um grundvallaratriði kristinnar trúar og íslenskan menningararf.

Fermingardagur í Hallgrímskirkju 2024
Sunnudaginn 7. apríl kl. 11:00.

Nánari upplýsingar veita prestar Hallgrímskirkju.

Fermingarungmenni velja sér minnisvers fyrir fermingarathöfn. Þau mega velja sér það biblíuvers sem er þeim hugstæðast.

Til að auðvelda þeim valið er hægt að nota lista minnisversa og að baki þessari smellu er einn slíkur listi.