Gjaldskrá Hallgrímskirkju

Athafnir og útleiga í Hallgrímskirkju

Samþykkt gjaldskrá fyrir afnot af kirkjunni:

Hjónavígslur

Fyrir brúðhjón sem eru í þjóðkirkjunni er leiga á kirkjunni kr. 50.000 fyrir hjónavígsluna. Þjónusta prests er ekki innifalin í því verði. Miðað er við að lokun nemi í mesta lagi 1,5 klst. Fyrir brúðhjón sem eru utan þjóðkirkju sé gjaldið 200.000 kr/klst. Gildir þá einu hvort um íslensk eða erlend pör er að ræða.
Ef eingöngu þarf að loka kirkjuskipi meðan á hjónavígslunni stendur er leiguverðið 100.000 kr/klst. Allar hjónavígslur skulu vera í samræmi við handbók íslensku þjóðkirkjunnar. 

Kvikmyndir, þættir og aðrar upptökur á leiknu efni og tónlistarmyndböndum

Í desember 2022 var ákveðið í sóknarnefnd að leigugjald fyrir tökur á þáttum, kvikmyndum og öðru leiknu efni í kirkjuskipi Hallgrímskirkju yrði 200.000 kr/klst ef loka þarf kirkjunni en ef tökur eru utan opnunartíma sé verðið 100.000 kr/klst Virðisaukaskattur leggst ofan á leigugjald.

Tónleikahald

Leiga fyrir tónleika eru kr. 400.000 + vsk. Innifalin er ein æfing/generalprufa og viðvera tveggja kirkjuvarða meðan á tónleikum stendur. Gjald fyrir aukaæfingu er kr. 50.000 auk launakostnaðar fyrir kirkjuvörð meðan á æfingu stendur. Einnig er tímagjald fyrir auka kirkjuverði á tónleikum ef þarf.

Suðursalur / safnaðarsalur

Leiga fyrir veislu eða aðra viðburði í Suðursal Hallgrímskirkju er kr. 50.000 + vsk. Greiða þarf fyrir viðveru kirkjuvarðar utan opnunartíma kirkju tímakaup 7.500 kr/klst.
Leiguverðið verður endurskoðað þegar eldhús og salur hafa verið endurnýjuð.

Útfarir

Meginreglan er sú að kista komi 1,5 klst fyrir útför og þá sé kirkjunni lokað. Hver útför tekur að jafnaði samtals innan við 3 klst.

Skírnir

Ekkert gjald er tekið fyrir skírn í Hallgrímskirkju.

Kirkjuturn

Almennt verð: 1200 kr
Eldri borgarar, öryrkjar og nemar: 1000 kr
Börn: 200 kr