Fréttir af safnaðarstarfi

Hallgrímskirkja að hausti

11.10.2023
Fréttir
Haustið hófst með glæsibrag í Hallgrímskirkju og það er nóg að gerast þessa dagana. Enn streymir ferðafólk í kirkjuna og safnaðarstarfið er í fullum gangi. Meðfylgjandi myndir sem sýna kirkjuna á þessum fallegu haustdögum voru teknar af Sr. Eiríki Jóhannssyni.

Vetrarstarfið hafið í Hallgrímskirkju

22.09.2023
Fréttir
Vetrarstarfið er hafið í Hallgrímskirkju. Hallgrímskirkja býður upp á fjölbreytt safnaðarstarf, helgihald og tónlistarlíf. Í vetur er margt um dýrðir og hér að neðan er yfirlit yfir almennt helgihald og safnaðarstarf auk viðburða á döfinni í október og nóvember:

Ástin, trúin og tilgangur

07.09.2023
Fréttir
Í byrjun nóvember kemur út prédikanasafn dr. Sigurður Árna Þórðarsonar áður sóknarprests í Hallgrímskirkju. Í ritinu verða 78 prédikanir helstu helgidaga og hátíða ársins. Hallgrímskirkja styður þessa útgáfu.

Fermingarstarfið í Hallgrímskirkju hefst 13. september

01.09.2023
Fréttir
Fermingarstarfið í Hallgrímskirkju hefst miðvikudaginn 13. september. Enn er hægt að skrá sig (hér) . Frekari upplýsingar má finna á hallgrimskirkja.is

Sunnudagaskólinn hefst 3. september

31.08.2023
Fréttir
Sunnudagaskólinn hefst í Hallgrímskirkju 3. september kl. 11.00. Ragnheiður Bjarndóttir, Rósa Hrönn Árnadóttir, Kristný Rós Gústafsdóttir, Alvilda Eyvör Elmarsdóttir, Erlendur Snær Erlendsson og Lára Ruth Clausen bjóða alla krakka velkomna í fjölbreytt og vandað sunnudagaskólastarf. Sunnudagaskólastarf er sprotastarf í kirkjunni fyrir krakka á öllum aldri í fylgd með fullorðnum eða góðum vinum.

Grétar Einarsson hefur hafið störf sem kirkjuhaldari

29.08.2023
Fréttir
Sóknarnefnd Hallgrímskirkju hefur samið við Grétar Einarsson, sem gegnt hefur starfi yfirkirkjuvarðar, um að taka að sér auknar skyldur sem kirkjuhaldari frá og með 1. ágúst síðstliðnum

HAUSTTÓNLEIKARÖÐ Í HALLGRÍMSKIRKJU

26.08.2023
Fréttir
Frábær tónleikaröð framundan Haust í Hallgrímskirkju 2023.

Sálmafoss og Barnafoss á Menningarnótt í Hallgrímskirkju

22.08.2023
Fréttir
  Sálmafoss og Barnafoss á Menningarnótt í Hallgrímskirkju fengu einstaklega frábærar viðtökur. Þúsundir manns komu í kirkjuna milli 14-18 til að fagna nýju sálmabókinni og sálminum í sinni fjölbreyttustu mynd af öllum kynslóðum. Um 200 manns komu fram á Sálmafossi og börnin bjuggu til Barnafoss úr efnisstrimlum sem þau...

Sálmafoss & Barnafoss á Menningarnótt í Hallgrímskirkju 2023

16.08.2023
Fréttir
SÁLMAFOSS Á MENNINGARNÓTTLaugardagur 19. ágúst kl. 14-18 Á Sálmafossi í Hallgrímskirkju á Menningarnótt verður opin kirkja og sálminum fagnað í sinni fjölbreyttustu mynd af öllum kynslóðum.„Fossinn“ flæðir í fjóra tíma milli kl. 14-18 og er áheyrendum velkomið að koma og fara að vild.Kirkjan fagnar útgáfu nýrrar sálmabókar með Sálmafossi í...