Hallgrímskirkja að hausti

11. október 2023
Fréttir

Haustið hófst með glæsibrag í Hallgrímskirkju og það er nóg að gerast þessa dagana. Enn streymir ferðafólk í kirkjuna og safnaðarstarfið er í fullum gangi.
Meðfylgjandi myndir sem sýna kirkjuna á þessum fallegu haustdögum voru teknar af Sr. Eiríki Jóhannssyni.

Á DÖFINNI í HALLGRÍMSKIRKJU:

ALMENNT HELGIHALD

Messa - Alla sunnudaga kl. 11.00
Sunnudagaskóli - Alla sunnudaga kl. 11.00
Ensk messa - Síðasta sunnudag í mánuði kl. 14.00
Bænastund - Alla mánudaga kl. 12.00 – 12.15
Morgunmessa - Alla miðvikudaga kl. 10.00 - 10.30
Foreldaramorgnar - Alla miðvikudaga kl. 10.00-12.00 (gengið inn að aftanverðu).
Kyrrðarstund með tónlist og stuttri íhugun - Alla fimmtudaga kl. 12.00 – 12.30
Ókeypis aðgangur og létt hádegishressing í boði.
Kvöldkirkja - Síðasta fimmtudag í mánuði kl. 20.00-22.00. Tónlist, kyrrð og lestur.
Handavinna - Alla laugardaga frá klukkan 10-12 í Suðursal. Alltaf heitt á könnunni.

OKTÓBER:

Grænir sunnudagar í október -Í sunnudagsmessum í október verða sungnir sálmar og umræða um sköpunarverkið í prédikun og bæn.

Fræðsluerindi - Fólk á flótta - Alla þriðjudaga í október kl. 12.00-13.00 í Norðursal. Í fimm stuttum fræðsluerindum fylgjum við fólki á flótta í fortíð og nútíð í fylgd sérfróðra. Ókeypis aðgangur og létt hádegishressing í boði.

Fjölskyldumessa - Sunnudagur 22. október kl. 11

MOZART REQUIEM – SING ALONG / Óperudagar í Hallgrímskirkju
Sunnudagur 22. október kl. 17
Hátíðarkór Óperudaga, Bryndís Guðjónsdóttir, Guja Sandholt, Gissur Páll Gissurarson, Jóhann Smári Sævarsson, Lára Bryndís Eggertsdóttir og Steinar Logi Helgason, stjórnandi. Miðasala fer fram í Hallgrímskirkju og á tix.is. Aðgangseyrir 2.500 kr.

Hallgrímskirkja er opin alla daga frá kl. 10.00-17.00 (turninn lokar kl. 16.45).

Nánari upplýsingar á hallgrimskirkja.is

HALLGRÍMSKIRKJA - ÞINN STAÐUR!