Hallgrímsmessa í Hallgrímskirkju
Miðvikudaginn 22. október, 2025, klukkan 20.00
Kór Breiðholtskirkju, stjórnandi Örn Magnússon.
Miðvikudagskvöldið 22. október verður flutt Hallgrímsmessa í Hallgrímskirkju, þar sem Kór Breiðholtskirkju syngur undir stjórn Arnar Magnússonar.
Þetta verður jafnframt síðasta framkoma kórsins, þar sem Örn hefur látið af störfum og með því lýkur starfsemi kórsins eftir merka og gefandi tíð.
Í messunni verður sungið úr Graduale frá Hólum (1594), elsta prentaða tónlistarriti á Íslandi, og inn í þann forna messutón fléttað sálmum meðal annars eftir Hallgrím Pétursson og Jón Þorsteinsson píslarvott. Ekkert hljóðfæri er notað við messugjörðina, og forsöngvarar eru úr hópi kórfélaga, líkt og tíðkaðist á fyrri öldum.
Sr. Eiríkur Jóhannsson prédikar og þjónar fyrir altari.
Þetta er einstakt tækifæri til að upplifa helgiblæ og hljóm íslenskrar tónlistarhefðar í fallegu umhverfi Hallgrímskirkju, og um leið að heiðra kórinn og stjórnanda hans við lok þeirra fallegu vegferðar.
HALLGRÍMSKIRKJA – ÞINN STAÐUR
Hallgrímur Pétursson
Kór Breiðholtskirkju og Örn Magnússon, stjórnandi