Fréttir af safnaðarstarfi

Hallgrímskirkja tekur á móti Bænavoð Erlu Þórarinsdóttur

01.06.2023
Fréttir
Við messu á Sjómannadaginn, 4. júní nk., tekur Hallgrímssöfnuður formlega við kærkominni listaverkagjöf. Þar er um að ræða Bænavoð Erlu Þórarinsdóttur sem hefur verið fundinn staður á vegg við hlið hornsteins Hallgrímskirkju hjá Kristsstyttu Einars Jónssonar og Ljósbera Gunnsteins Gíslasonar. Listaverkin þrjú mynda nokkurskonar bænastúku. Fjölmargir eiga bænastund með sjálfum sér á þessum stað í kirkjunni eða skrifa niður bænir sem síðar eru bornar upp að altari.

Dr. Jón Ásgeir leysir af í Hallgrímskirkju

30.05.2023
Fréttir
Dr. Jón Ásgeir Sigurvinsson héraðsprestur í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra verður við afleysingar sem prestur í Hallgrímskirkju fram til loka september 2023. Hann kom til starfa við kirkjuna þann 1. maí sl. og mun starfa við hlið sr. Irmu Sjafnar Óskarsdóttur sóknarprests í sumar.

Starf prests við Hallgrímsprestakall auglýst

26.05.2023
Fréttir
Biskup Íslands hefur birt auglýsingu um starf prests til þjónustu við Hallgrímsprestakall í Reykjavíkurprófastsdæmi Vestra. Miðað er við að viðkomandi geti hafið störf 1. október 2023. Auglýsinguna má finna á vef þjóðkirkjunnar, Kirkjan.is

Handavinna í Hallgrímskirkju

24.05.2023
Fréttir
Kvenfélagskonur í Hallgrímskirkju hittast til að sinna handavinnu, prjóna og spjalla um allt milli heima og geima.

Mozart í maí - Krýningarmessan

17.05.2023
Fréttir
Mozart í maí - Krýningarmessan Kór Hallgrímskirkju ásamt Barokkbandinu Brák heldur tónleika með Krýningarmessu Mozarts ásamt öðrum verkum fyrir kór, einsöngvara og hljómsveit. Tónleikarnir eru einstakir að því leiti að þetta er í fyrsta skipti á Íslandi þar sem eitt af stóru verkum Mozarts fyrir kór og hljómsveit er leikið á upprunahljóðfæri.

Vel heppnuð sólrík vorhátíð

15.05.2023
Fréttir
Í gær var fjölskylduguðsþjónusta og vorhátíð í Hallgrímskirkju.

Vorhátíð í Hallgrímskirkju 14. maí

11.05.2023
Fréttir
Hallgrímskirkja blæs til vorhátíðar og kveður veturinn með stæl. Það verður létt og skemmtileg fjölskylduguðsþjónusta kl. 11 sem verður full af hæfileikaríkum börnum og ungmennum sem syngja, spila á hljóðfæri og dansa. Fiðluhópur frá Allegro Suzuki tónlistarskólanum leikur undir stjórn Lilju Hjaltadóttur. Stúlknakór Reykjavíkur kemur og syngur undir stjórn Sigríðar Soffíu Hafliðadóttur kórstjóra. Danshópurinn Dass sýnir dansatriði sem þau munu sýna í Dance World Cup í Portúgal í júní nk. Það er hinn almenni bænadagur í kirkjuárinu á sunnudaginn og því verður sett upp bænasnúra sem söfnuðurinn býr til í sameiningu. Trúðurinn Daðla kemur og heilsar upp á krakkana. Eftir guðsþjónustuna verður boðið upp á sjóræningjahoppukastala, grillaðar pylsur, svala, kríta, húllahringi, sápukúlur, sippubönd, leiki og föndur. Börn úr Æði-flæði vorsmiðjunni munu gefa börnunum popp.

Sr. Irma Sjöfn er nýr sóknarprestur við Hallgrímskirkju

20.04.2023
Fréttir
Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir verður formlega sett inn í stöðu sóknarprests í Hallgrímskirkju við messu sunnudaginn 23. apríl 2023 klukkan 11 og er hún fyrst kvenna til að gegna því leiðtogahlutverki við kirkjuna. Það verður prófastur Reykjavíkurprófastsdæmis vestra, Helga Soffía Konráðsdóttir, sem annast innsetninguna.

Hallgrímskirkja tekur þátt í Barnamenningarhátíð í Reykjavík

18.04.2023
Fréttir
Hallgrímskirkja tekur þátt í Barna- og menningarhátíðinni sem verður haldin 18. - 23. apríl næstkomandi. Þemað í ár er friður og Hallgrímskirkja verður með friðarleik fyrir börn.